Hver veltir Mercedes af stalli í Formúlu 1? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2016 06:00 Mercedes-menn hafa verið óstöðvandi? vísir/getty Búast má við tveggja turna tali í Formúlu 1 þetta árið líkt og undanfarin ár. Mercedes og Ferrari eru langlíklegust til að bera höfuð og herðar yfir önnur keppnislið á nýju keppnistímabili sem hefst í Ástralíu um helgina. Rúnar Jónsson mun eins og síðustu ár fara fyrir ítarlegri umfjöllun Stöðvar 2 Sports um keppnismótaröðina en hann segist hvað spenntastur fyrir því að sjá hvort Ferrari-keppnisliðið nái að halda í við Mercedes-mennina Lewis Hamilton og Nico Rosberg. „Mercedes hefur verið með talsverða yfirburði síðan túrbínuvélarnar [vélar með forþjöppu] voru kynntar til sögunnar árið 2014,“ segir Rúnar. „Það verður afar spennandi að sjá hvað gerist í toppbaráttunni og það mun heilmikið koma í ljós í fyrstu keppnunum.“Þriðja árið í röð hjá Hamilton? Fjórir ofangreindir ökuþórar, báðir Mercedes-mennirnir og Ferrari-mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkönen, munu berjast um heimsmeistaratitil ökuþóra. Það kæmi mjög á óvart ef nokkur annar myndi blanda sér í þá baráttu. „Lewis Hamilton vill verða fjórði ökumaðurinn í sögunni sem vinnur þrjá titla í röð,“ segir Rúnar en Hamilton hefur unnið síðustu tvö ár. Rúnar bætir við að Hamilton megi eiga von á mikilli samkeppni frá liðsfélaga sínum, Nico Rosberg. „Rosberg var daufur framan af síðasta tímabili en endaði afar vel. Hann vann síðustu þrjár keppnirnar og kemur því afar sterkur til leiks núna í ár.“ Rúnar vill ekki afskrifa Ferrari-mennina, þrátt fyrir að Mercedes-bíllinn hafi verið kröftugri síðustu árin. „Það vita allir hvað Sebastian Vettel getur enda fjórfaldur heimsmeistari. Hann gæti reynst Mercedes-liðinu gríðarlega hættulegur. En Ferrari þarf einnig á því að halda að Kimi Raikkönen komi öflugur inn. Hann er fljótur og hefur allt sem þarf til en hann þarf að blómstra í ár.“ Rúnar segir að Mercedes-menn séu varir um sig. „Hamilton hefur talað á þann máta að hann reiknar allt eins með því að Ferrari eigi eitthvað óvænt uppi í erminni. Menn eru duglegir að reyna að plata hverjir aðra á æfingum vetrarins og því verður afar áhugavert að fylgjast með fyrstu keppnunum því það kemur svo mikið í ljós þá. Þangað til er þetta nokkuð mikil ráðgáta.“Ferrari-menn eru vonandi með rétta bensínið.vísir/gettyWilliams vill skáka Ferrari Rúnar reiknar með því að það verði hópur fjögurra liða sem berjist næst á eftir tveimur bestu liðunum, það er að segja Williams, Red Bull, Toro Rosso og Force India. „Við gætum fengið mjög skemmtilega baráttu á milli þessara liða um þriðja sætið. Williams vonast meira að segja til að geta veitt Ferrari einhverja samkeppni og liðið gerði það sannarlega í nokkrum keppnum á síðasta ári. Það væri gaman að sjá Williams blanda sér í toppbaráttuna líka,“ segir Rúnar. Hann vonast eftir góðu keppnistímabili og segir að það sé ýmislegt sem bendi til þess að svo verði. „Þetta gæti orðið besta tímabilið eftir að túrbínuvélarnar voru teknar í notkun. Nokkur lið hafa verið í vandræðum með sínar vélar en þau hafa fengið góðan tíma til að vinna í sínum málum og koma sterkari til leiks en áður. Mercedes hitti á frábæran bíl strax í upphafi en það er ekki hægt að bæta hann endalaust þannig að vonandi fáum við jafnari heildarpakka en áður.“Formúlu 1 keppnistímabilð hefst í Ástralíu um helgina. Tímatakan fer fram klukkan 06.00 á laugardag og keppnin klukkan 04.30, allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Búast má við tveggja turna tali í Formúlu 1 þetta árið líkt og undanfarin ár. Mercedes og Ferrari eru langlíklegust til að bera höfuð og herðar yfir önnur keppnislið á nýju keppnistímabili sem hefst í Ástralíu um helgina. Rúnar Jónsson mun eins og síðustu ár fara fyrir ítarlegri umfjöllun Stöðvar 2 Sports um keppnismótaröðina en hann segist hvað spenntastur fyrir því að sjá hvort Ferrari-keppnisliðið nái að halda í við Mercedes-mennina Lewis Hamilton og Nico Rosberg. „Mercedes hefur verið með talsverða yfirburði síðan túrbínuvélarnar [vélar með forþjöppu] voru kynntar til sögunnar árið 2014,“ segir Rúnar. „Það verður afar spennandi að sjá hvað gerist í toppbaráttunni og það mun heilmikið koma í ljós í fyrstu keppnunum.“Þriðja árið í röð hjá Hamilton? Fjórir ofangreindir ökuþórar, báðir Mercedes-mennirnir og Ferrari-mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkönen, munu berjast um heimsmeistaratitil ökuþóra. Það kæmi mjög á óvart ef nokkur annar myndi blanda sér í þá baráttu. „Lewis Hamilton vill verða fjórði ökumaðurinn í sögunni sem vinnur þrjá titla í röð,“ segir Rúnar en Hamilton hefur unnið síðustu tvö ár. Rúnar bætir við að Hamilton megi eiga von á mikilli samkeppni frá liðsfélaga sínum, Nico Rosberg. „Rosberg var daufur framan af síðasta tímabili en endaði afar vel. Hann vann síðustu þrjár keppnirnar og kemur því afar sterkur til leiks núna í ár.“ Rúnar vill ekki afskrifa Ferrari-mennina, þrátt fyrir að Mercedes-bíllinn hafi verið kröftugri síðustu árin. „Það vita allir hvað Sebastian Vettel getur enda fjórfaldur heimsmeistari. Hann gæti reynst Mercedes-liðinu gríðarlega hættulegur. En Ferrari þarf einnig á því að halda að Kimi Raikkönen komi öflugur inn. Hann er fljótur og hefur allt sem þarf til en hann þarf að blómstra í ár.“ Rúnar segir að Mercedes-menn séu varir um sig. „Hamilton hefur talað á þann máta að hann reiknar allt eins með því að Ferrari eigi eitthvað óvænt uppi í erminni. Menn eru duglegir að reyna að plata hverjir aðra á æfingum vetrarins og því verður afar áhugavert að fylgjast með fyrstu keppnunum því það kemur svo mikið í ljós þá. Þangað til er þetta nokkuð mikil ráðgáta.“Ferrari-menn eru vonandi með rétta bensínið.vísir/gettyWilliams vill skáka Ferrari Rúnar reiknar með því að það verði hópur fjögurra liða sem berjist næst á eftir tveimur bestu liðunum, það er að segja Williams, Red Bull, Toro Rosso og Force India. „Við gætum fengið mjög skemmtilega baráttu á milli þessara liða um þriðja sætið. Williams vonast meira að segja til að geta veitt Ferrari einhverja samkeppni og liðið gerði það sannarlega í nokkrum keppnum á síðasta ári. Það væri gaman að sjá Williams blanda sér í toppbaráttuna líka,“ segir Rúnar. Hann vonast eftir góðu keppnistímabili og segir að það sé ýmislegt sem bendi til þess að svo verði. „Þetta gæti orðið besta tímabilið eftir að túrbínuvélarnar voru teknar í notkun. Nokkur lið hafa verið í vandræðum með sínar vélar en þau hafa fengið góðan tíma til að vinna í sínum málum og koma sterkari til leiks en áður. Mercedes hitti á frábæran bíl strax í upphafi en það er ekki hægt að bæta hann endalaust þannig að vonandi fáum við jafnari heildarpakka en áður.“Formúlu 1 keppnistímabilð hefst í Ástralíu um helgina. Tímatakan fer fram klukkan 06.00 á laugardag og keppnin klukkan 04.30, allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira