Stefna að því að koma Íslendingum á flot í sumar Bjarki Ármannsson skrifar 21. mars 2016 10:00 Þeir Daníel Monzon (t.v.) og Stefán Arnórsson kynntust flotstofum í Lundúnum og vilja ólmir opna eina slíka á Íslandi. Myndir/Aðsendar Þrír ungir Íslendingar stefna að því að opna fyrstu flotstofu landsins í sumar og er söfnun hafin á vefsíðunni Karolina Fund. Á stofunni mun fólk geta prufað að fljóta í söltu vatni með ljósin slökkt og ku tilfinningin svipa til þess að svífa í lausu lofti. Þremenningarnir kynntust flotstofum í ferð til Lundúna fyrir rúmlega tveimur árum og eru yfir sig hrifnir af fyrirbærinu. Þeir segja flot af þessu tagi geta unnið bug á streitu, svefnleysi, kvíða og jafnvel hjálpað til við íþróttameiðsli. Stefán Arnórsson, einn frumkvöðlanna þriggja að baki Flotstofunni, líkir dágóðri stund í svokölluðum flottanki við það að ýta á „reset“-takkann á sjálfum sér. „Eftir að við prufuðum þetta úti, fann ég í tvær, þrjár vikur eftir á alveg svakalegan mun á mér,“ segir Stefán. „Þetta hljómar smá „corny“ en maður tók til dæmis bara eftir því hvað Esjan er falleg þegar maður keyrir í vinnuna. Þegar skilningarvitin eru tekin af manni, þá kann maður mun betur að meta þau.“Auglýsing frá Flotstofunni sem útskýrir hvernig flottankar virka.Vatnið í tönkunum er um þrjátíu sentímetra djúpt og svo salt að fólk á að fljóta áreynslulaust. Hitastiginu er haldið stöðugu í 34 til 35 gráðum, sem samsvarar hitastigi húðarinnar, og gerir það þannig að verkum að eftir nokkrar mínútur hættir fólk að geta greint hvaða hluti líkamans er undir vatnsyfirborðinu. Stefán segir ekki hægt að velta sér í vatninu, þó maður sofni. Tankurinn er bæði ljós- og hljóðeinangraður og á hann þannig að útiloka allt áreiti. Margir sem prufað hafa flot sem þetta líkja þessu við djúpa hugleiðslu og aðrir við nokkurs konar vímu. „Það er talað um að fimm til tíu prósent af þeim sem þetta prufa upplifi bara sitt eigið ímyndunarafl,“ útskýrir Stefán. „Það eru margir sem finna fyrir mjög blíðum ofskynjunum, sjá stjörnur eða mismunandi liti. Mín upplifun var í rauninni sú að ég rankaði við mér og mér fannst eins og lægi inni í risastóru rými, helli eða flugvélaskýli fullu af vatni.“ Aðrir notendur hafa þó fyrst og fremst áhuga á líkamlegu hliðinni og nefnir Stefán íþróttakappa á borð við glímukappann Conor McGregor og knattspyrnumanninn Wayne Rooney, sem ku eiga tæki sem þetta heima hjá sér og nota það allt að tíu sinnum á viku þegar hann er að ná sér af meiðslum.Þremenningarnir stefna á að opna flotstofuna miðsvæðis í Reykjavík í maí eða júní næstkomandi, þá með tveimur tönkum en með möguleika á að fjölga þeim. Stefán segir aukinn áhuga á fyrirbærum eins og jóga og núvitund hér á landi skapa ákveðið markaðstækifæri fyrir flotstofu. „Íslendingar eru loksins byrjaðir að þora að hugsa aðeins meira um sig andlega,“ segir hann. „Þannig að við höldum að það sé fullkomið að koma með þetta núna.“ Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Þrír ungir Íslendingar stefna að því að opna fyrstu flotstofu landsins í sumar og er söfnun hafin á vefsíðunni Karolina Fund. Á stofunni mun fólk geta prufað að fljóta í söltu vatni með ljósin slökkt og ku tilfinningin svipa til þess að svífa í lausu lofti. Þremenningarnir kynntust flotstofum í ferð til Lundúna fyrir rúmlega tveimur árum og eru yfir sig hrifnir af fyrirbærinu. Þeir segja flot af þessu tagi geta unnið bug á streitu, svefnleysi, kvíða og jafnvel hjálpað til við íþróttameiðsli. Stefán Arnórsson, einn frumkvöðlanna þriggja að baki Flotstofunni, líkir dágóðri stund í svokölluðum flottanki við það að ýta á „reset“-takkann á sjálfum sér. „Eftir að við prufuðum þetta úti, fann ég í tvær, þrjár vikur eftir á alveg svakalegan mun á mér,“ segir Stefán. „Þetta hljómar smá „corny“ en maður tók til dæmis bara eftir því hvað Esjan er falleg þegar maður keyrir í vinnuna. Þegar skilningarvitin eru tekin af manni, þá kann maður mun betur að meta þau.“Auglýsing frá Flotstofunni sem útskýrir hvernig flottankar virka.Vatnið í tönkunum er um þrjátíu sentímetra djúpt og svo salt að fólk á að fljóta áreynslulaust. Hitastiginu er haldið stöðugu í 34 til 35 gráðum, sem samsvarar hitastigi húðarinnar, og gerir það þannig að verkum að eftir nokkrar mínútur hættir fólk að geta greint hvaða hluti líkamans er undir vatnsyfirborðinu. Stefán segir ekki hægt að velta sér í vatninu, þó maður sofni. Tankurinn er bæði ljós- og hljóðeinangraður og á hann þannig að útiloka allt áreiti. Margir sem prufað hafa flot sem þetta líkja þessu við djúpa hugleiðslu og aðrir við nokkurs konar vímu. „Það er talað um að fimm til tíu prósent af þeim sem þetta prufa upplifi bara sitt eigið ímyndunarafl,“ útskýrir Stefán. „Það eru margir sem finna fyrir mjög blíðum ofskynjunum, sjá stjörnur eða mismunandi liti. Mín upplifun var í rauninni sú að ég rankaði við mér og mér fannst eins og lægi inni í risastóru rými, helli eða flugvélaskýli fullu af vatni.“ Aðrir notendur hafa þó fyrst og fremst áhuga á líkamlegu hliðinni og nefnir Stefán íþróttakappa á borð við glímukappann Conor McGregor og knattspyrnumanninn Wayne Rooney, sem ku eiga tæki sem þetta heima hjá sér og nota það allt að tíu sinnum á viku þegar hann er að ná sér af meiðslum.Þremenningarnir stefna á að opna flotstofuna miðsvæðis í Reykjavík í maí eða júní næstkomandi, þá með tveimur tönkum en með möguleika á að fjölga þeim. Stefán segir aukinn áhuga á fyrirbærum eins og jóga og núvitund hér á landi skapa ákveðið markaðstækifæri fyrir flotstofu. „Íslendingar eru loksins byrjaðir að þora að hugsa aðeins meira um sig andlega,“ segir hann. „Þannig að við höldum að það sé fullkomið að koma með þetta núna.“
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira