Þuríði sundafylli hampað í sjávarbyggðum Lofoten Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2016 20:00 Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. Þar segja menn að þessi einstæða móðir hafi verið frumkvöðull í fiskveiðum og flutt þekkinguna með sér til Íslands. Á Lofoten eru fiskveiðar ein helsta atvinnugreinin og athyglisvert fyrir Íslendinga að sjá hverjum hér er hampað. Fyrir framan ráðhúsið í bænum Leknes stendur minningarsteinn um Þuríði sundafylli sem Sögufélag Vestur-Vogeyjar lét gera fyrir þremur árum. „Við eigum að minnast hennar sem sigldi héðan fyrir 1100 árum. Það var mikið afrek fyrir konu að búa skip sitt, sigla til Íslands og nema þar land og láta að sér kveða,“ segir Kolbjørn Bugge, formaður Sögufélagsins á Vestvågøy, en Landnámabók segir Þuríði hafa komið frá Hálogalandi. „Hún var því kölluð sundafyllir, að hún seiddi til þess í hallæri á Hálogalandi, að hvert sund var fullt af fiskum,“ segir um Þuríði.Alf Ragnar Nielsen, prófessor í Bodø við háskólann í Nordland.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sagnfræðiprófessorinn Alf Ragnar Nielsen segir að þeir landnámsmenn sem mesta reynsluna höfðu af nýtingu sjávarfangs hafi komið úr Norður-Noregi. „Sú þekking kom með þegar flutt var til Íslands. Þeir voru því brautryðjendur í nýtingu sjávarauðlinda,“ segir Alf Ragnar Nielsen. Frásögn Landnámu af gjaldtöku Þuríðar sundafyllis af fiskveiðum í Ísafjarðardjúpi bendi til að hún hafi verið í forystuhlutverki. „Hún setti og Kvíarmið á Ísafjarðardjúpi og tók til á kollótta af hverjum bónda í Ísafirði,“ segir Landnámabók.Þuríður tók fiskitoll af hverjum bónda í Ísafjarðardjúpi,Teikning/Jakob Jóhannsson.„Það bendir til þess að hún hafi skipulagt fiskveiðar með einhverjum hætti og haft stöðu höfðingja, þrátt fyrir að vera kona,“ segir Alf Ragnar. Í Bolungarvík er félag um Þuríði. „Mér finnst eiginlega að allar konur, sérstaklega bolvískar, ættu að hafa áhuga á þessari sögu,“ segir Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda Þuríðar sundafyllis ehf. „Þuríður sundafyllir, landnámskona Bolungarvíkur, hún er fyrirmynd allra kvenna.“ Fjallað er um Þuríði í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld.Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda félagsins Þuríður sundafyllir ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Telur vörðuna Illþurrku vera hringgröf úr heiðni Þetta gætu verið einhverjar elstu fornminjar á Íslandi ef rétt reynist að þarna liggi eiginkona Geirmundar heljarskinns. 17. mars 2016 20:30 Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. Þar segja menn að þessi einstæða móðir hafi verið frumkvöðull í fiskveiðum og flutt þekkinguna með sér til Íslands. Á Lofoten eru fiskveiðar ein helsta atvinnugreinin og athyglisvert fyrir Íslendinga að sjá hverjum hér er hampað. Fyrir framan ráðhúsið í bænum Leknes stendur minningarsteinn um Þuríði sundafylli sem Sögufélag Vestur-Vogeyjar lét gera fyrir þremur árum. „Við eigum að minnast hennar sem sigldi héðan fyrir 1100 árum. Það var mikið afrek fyrir konu að búa skip sitt, sigla til Íslands og nema þar land og láta að sér kveða,“ segir Kolbjørn Bugge, formaður Sögufélagsins á Vestvågøy, en Landnámabók segir Þuríði hafa komið frá Hálogalandi. „Hún var því kölluð sundafyllir, að hún seiddi til þess í hallæri á Hálogalandi, að hvert sund var fullt af fiskum,“ segir um Þuríði.Alf Ragnar Nielsen, prófessor í Bodø við háskólann í Nordland.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sagnfræðiprófessorinn Alf Ragnar Nielsen segir að þeir landnámsmenn sem mesta reynsluna höfðu af nýtingu sjávarfangs hafi komið úr Norður-Noregi. „Sú þekking kom með þegar flutt var til Íslands. Þeir voru því brautryðjendur í nýtingu sjávarauðlinda,“ segir Alf Ragnar Nielsen. Frásögn Landnámu af gjaldtöku Þuríðar sundafyllis af fiskveiðum í Ísafjarðardjúpi bendi til að hún hafi verið í forystuhlutverki. „Hún setti og Kvíarmið á Ísafjarðardjúpi og tók til á kollótta af hverjum bónda í Ísafirði,“ segir Landnámabók.Þuríður tók fiskitoll af hverjum bónda í Ísafjarðardjúpi,Teikning/Jakob Jóhannsson.„Það bendir til þess að hún hafi skipulagt fiskveiðar með einhverjum hætti og haft stöðu höfðingja, þrátt fyrir að vera kona,“ segir Alf Ragnar. Í Bolungarvík er félag um Þuríði. „Mér finnst eiginlega að allar konur, sérstaklega bolvískar, ættu að hafa áhuga á þessari sögu,“ segir Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda Þuríðar sundafyllis ehf. „Þuríður sundafyllir, landnámskona Bolungarvíkur, hún er fyrirmynd allra kvenna.“ Fjallað er um Þuríði í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld.Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda félagsins Þuríður sundafyllir ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Telur vörðuna Illþurrku vera hringgröf úr heiðni Þetta gætu verið einhverjar elstu fornminjar á Íslandi ef rétt reynist að þarna liggi eiginkona Geirmundar heljarskinns. 17. mars 2016 20:30 Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23
Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Telur vörðuna Illþurrku vera hringgröf úr heiðni Þetta gætu verið einhverjar elstu fornminjar á Íslandi ef rétt reynist að þarna liggi eiginkona Geirmundar heljarskinns. 17. mars 2016 20:30
Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45