Tónlist

Dazed and Confuzed frumsýnir nýtt myndband með Dream Wife

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Rakel Mjöll á sviðinu með Dream Wife í London í síðustu viku.
Rakel Mjöll á sviðinu með Dream Wife í London í síðustu viku. Visir/Magnús Andersen
Bresk/íslenska rokksveitin Dream Wife frumsýndi um helgina nýtt myndband á vef tískuritsins Dazed and Confuzed við lagið Hey Heartbreaker. Þar er einnig að finna viðtal við rokksveitina og talað um vaxandi vinsældir hennar í Bretlandi.

Í viðtalinu tala Rakel Mjöll og liðskonur um tilurð lagsins, sem er ástarsorg Alice Go gítaraleikara, og um mikilvægi þess að vera stelpa og láta vel í sér heyra í rokkinu í dag.

Dream Wife var stofnuð í listaháskóla í Brighton árið 2014 og var upphaflega hugsuð sem gjörningur. Eftir að myndbandsverk og tónleikar sveitarinnar þóttu vel heppnuð fóru plötufyrirtækin í London að sýna þeim áhuga. Eftir þó nokkuð flakk á milli samstarfsaðila völdu þær sér útgáfu sem gefur þeim frelsi til þess að stjórna sér sjálfar.

Fyrsta útgáfa þeirra, EP01, er þröngskífa sem hefur fengið útgáfu á netinu og á vínýlplötu.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan;






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.