Lífið

Rúmfræðin brást ræningjanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórskemmtilegt atvik.
Stórskemmtilegt atvik. vísir
Einn óprúttinn fór mikinn í Ástralíu, nánar tiltekið í Melbourne, á dögunum og reyndi hann ítrekað að ræna fólk úti á götu, stal bifreið og reyndi að ræna skyndibitastað.

Rúmfræðin klikkaði eitthvað hjá manninum þegar hann reyndi að ræna skyndibitastaðinn en hann teygði sig eftir peningakassanum í gegnum bílalúguna.

Kassinn var einfaldlega of stór en maðurinn neitaði að gefast upp og reyndi hvað eftir annað að koma honum út um lúguna. Nú hefur myndband af tilþrifum mannsins gengum um internetið eins og eldur um sinu og er nokkuð fyndið að fylgjast með honum.

Hér að neðan má sjá þetta stórskemmtilega myndband.

There is criminal masterminds and then there is this guy.......

Posted by ConfliX on 20. mars 2016





Fleiri fréttir

Sjá meira


×