Segir fjölgun borgarfulltrúa ekki endilega kalla á aukinn kostnað Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. mars 2016 14:15 Halldór bendir á að fjöldi fulltrúa hefur verið óbreyttur í um 100 ár. Vísir/samsett mynd Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kostnaður við fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík gæti kostað meira en 56 milljónir króna árlega. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá árinu 2011 mun Reykjavíkurborg fjölga borgarfulltrúum sínum í 23 fulltrúa hið minnsta en þeir eru 15 í dag. Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur segir að kostnaður við fjölgunina geti verið óverulegur ef að borgin ráðist í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu samhliða fjölguninni. Forsætisnefnd borgarinnar hefur þegar hafið umræðu um hvernig mætti breyta til svo að fjölgunin muni kosta sem minnst. „Það er ýmislegt hægt að gera og við höfum verið að skoða möguleika í forsætisnefnd,“ segir Halldór Auðar. „Við erum í raun með tvöfalt kerfi eins og er. Við höfum mikið verið að sækja mikið fulltrúa í ráð og nefndir út fyrir hóp borgarfulltrúa. Kerfið hefur svolítið vaxið þannig þó að fjöldi borgarfulltrúa hafi ekki gert það. Í staðinn myndu bara borgarfulltrúar sitja þarna og þá væri kostnaðurinn kannski svipaður. Svo erum við með fyrstu varaborgarfulltrúa á launum, það er ekki víst að við höldum í það. Svo er ekki víst að við höldum launakjörum fyrir alla fulltrúa þannig að það er margt sem hægt er að gera,“ segir hann og bendir á að þetta sé gert í samræmi við landslög en breytingin á að taka gildi fyrir næstu sveitastjórnarkosningar 2018. Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa í Reykjavík hefur verið nær óbreyttur frá árinu 1908 þegar íbúar Reykjavíkur voru 11 þúsund en nú eru þeir orðnir fleiri en 120 þúsund. Ein undantekning er á þessu er kjörtímabilið 1978 til 1982 var borgarfulltrúum fjölgað í 21 en því var breytt strax á næsta kjörtímabili. Verkefnum sveitastjórnarfulltrúa hefur fjölgað mjög undanfarna áratugi og telja margir að fjölga þurfi í hópnum. „Fjöldi fulltrúa hefur staðið í stað um hundrað ár. Fjöldi fulltrúa hefur ekki aukist þrátt fyrir að skattstofninn vex með auknum fjölda íbúa. Ég held að hver fyrir sig verði að spyrja sig hvort að fulltrúafjöldi eigi að halda við í íbúa,“ segir Halldór. Tengdar fréttir Fjölgun fulltrúa gæti kostað meira en 56 milljónir króna Að öllu óbreyttu stendur til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík um átta fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kostnaður við fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík gæti kostað meira en 56 milljónir króna árlega. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá árinu 2011 mun Reykjavíkurborg fjölga borgarfulltrúum sínum í 23 fulltrúa hið minnsta en þeir eru 15 í dag. Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur segir að kostnaður við fjölgunina geti verið óverulegur ef að borgin ráðist í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu samhliða fjölguninni. Forsætisnefnd borgarinnar hefur þegar hafið umræðu um hvernig mætti breyta til svo að fjölgunin muni kosta sem minnst. „Það er ýmislegt hægt að gera og við höfum verið að skoða möguleika í forsætisnefnd,“ segir Halldór Auðar. „Við erum í raun með tvöfalt kerfi eins og er. Við höfum mikið verið að sækja mikið fulltrúa í ráð og nefndir út fyrir hóp borgarfulltrúa. Kerfið hefur svolítið vaxið þannig þó að fjöldi borgarfulltrúa hafi ekki gert það. Í staðinn myndu bara borgarfulltrúar sitja þarna og þá væri kostnaðurinn kannski svipaður. Svo erum við með fyrstu varaborgarfulltrúa á launum, það er ekki víst að við höldum í það. Svo er ekki víst að við höldum launakjörum fyrir alla fulltrúa þannig að það er margt sem hægt er að gera,“ segir hann og bendir á að þetta sé gert í samræmi við landslög en breytingin á að taka gildi fyrir næstu sveitastjórnarkosningar 2018. Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa í Reykjavík hefur verið nær óbreyttur frá árinu 1908 þegar íbúar Reykjavíkur voru 11 þúsund en nú eru þeir orðnir fleiri en 120 þúsund. Ein undantekning er á þessu er kjörtímabilið 1978 til 1982 var borgarfulltrúum fjölgað í 21 en því var breytt strax á næsta kjörtímabili. Verkefnum sveitastjórnarfulltrúa hefur fjölgað mjög undanfarna áratugi og telja margir að fjölga þurfi í hópnum. „Fjöldi fulltrúa hefur staðið í stað um hundrað ár. Fjöldi fulltrúa hefur ekki aukist þrátt fyrir að skattstofninn vex með auknum fjölda íbúa. Ég held að hver fyrir sig verði að spyrja sig hvort að fulltrúafjöldi eigi að halda við í íbúa,“ segir Halldór.
Tengdar fréttir Fjölgun fulltrúa gæti kostað meira en 56 milljónir króna Að öllu óbreyttu stendur til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík um átta fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fjölgun fulltrúa gæti kostað meira en 56 milljónir króna Að öllu óbreyttu stendur til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík um átta fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. 21. mars 2016 07:00