Gunnar Bragi í Mið-Austurlöndum Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2016 18:03 Gunnar Bragi og Benjamin Netanyahu. Mynd/Utanríkisráðuneyti Ísrael Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er nú staddur í Mið-Austurlöndum. Hann hóf ferð sína um svæðið í gær og fundaði í dag með Benjamin Netanyahu, forsætis- og utanríkisráðherra Ísrael. Hann mun einnig fara til Palestínu og Jórdaníu í vikunni. Samkvæmt tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu fór Gunnar Bragi „meðal annars yfir afstöðu Íslands til deilu Ísraels og Palestínu og ítrekaði mikilvægi þess að viðræður yrðu hafnar að nýju með tveggja ríkja lausn að leiðarljósi. Fordæmdi ráðherra ofbeldi og mannfall óbreyttra borgara á báða vegu.“ Einnig ræddu þeir tvíhliða samskipti Íslands og Ísrael sem og gagnkvæman vilja til að styrkja þau frekar. Meðal annars með því að gera loftferðasamning, fjárfestingasamning, tvísköttunarsamning og samstarfi á sviði nýsköpunar.„Staða mála í Miðausturlöndum, þar með talið. ástandið í Sýrlandi, var sömuleiðis til umfjöllunar, auk þess sem Gunnar Bragi varpaði ljósi á stöðu efnahagsmála á Íslandi og ræddi öryggishorfur í Evrópu.“ Þá fundaði Gunnar Bragi einnig með Tzipi Hotovely, varautanríkisráðherra Ísrael, um deilu þeirra við Palestínu og hugsanleg úrræði lausnar. Hann ræddi þar að auki við Yair Lapid, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar og farmann Miðjuflokksins. Þeir ræddu einnig um bætt samskipti Íslands og Ísrael. Á morgun fer ráðherrann til Palestínu og fundar með ráðamönnum í Ramallah. Hann mun einnig kynna sér verkefni sem Ísland styður á Vesturbakkanum og funda með yfirmönnum stofnana Sameinuðu þjóðanna á svæðinu.Síðar í vikunni heldur utanríkisráðherra til Jórdaníu þar sem hann mun kynna sér aðstæður Zaatari flóttamannabúðunum og funda með Nasser Judeh, utanríkisráðherra landsins. Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er nú staddur í Mið-Austurlöndum. Hann hóf ferð sína um svæðið í gær og fundaði í dag með Benjamin Netanyahu, forsætis- og utanríkisráðherra Ísrael. Hann mun einnig fara til Palestínu og Jórdaníu í vikunni. Samkvæmt tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu fór Gunnar Bragi „meðal annars yfir afstöðu Íslands til deilu Ísraels og Palestínu og ítrekaði mikilvægi þess að viðræður yrðu hafnar að nýju með tveggja ríkja lausn að leiðarljósi. Fordæmdi ráðherra ofbeldi og mannfall óbreyttra borgara á báða vegu.“ Einnig ræddu þeir tvíhliða samskipti Íslands og Ísrael sem og gagnkvæman vilja til að styrkja þau frekar. Meðal annars með því að gera loftferðasamning, fjárfestingasamning, tvísköttunarsamning og samstarfi á sviði nýsköpunar.„Staða mála í Miðausturlöndum, þar með talið. ástandið í Sýrlandi, var sömuleiðis til umfjöllunar, auk þess sem Gunnar Bragi varpaði ljósi á stöðu efnahagsmála á Íslandi og ræddi öryggishorfur í Evrópu.“ Þá fundaði Gunnar Bragi einnig með Tzipi Hotovely, varautanríkisráðherra Ísrael, um deilu þeirra við Palestínu og hugsanleg úrræði lausnar. Hann ræddi þar að auki við Yair Lapid, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar og farmann Miðjuflokksins. Þeir ræddu einnig um bætt samskipti Íslands og Ísrael. Á morgun fer ráðherrann til Palestínu og fundar með ráðamönnum í Ramallah. Hann mun einnig kynna sér verkefni sem Ísland styður á Vesturbakkanum og funda með yfirmönnum stofnana Sameinuðu þjóðanna á svæðinu.Síðar í vikunni heldur utanríkisráðherra til Jórdaníu þar sem hann mun kynna sér aðstæður Zaatari flóttamannabúðunum og funda með Nasser Judeh, utanríkisráðherra landsins.
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira