Innlent

Þrír vilja leiða Framsókn í Reykjavík norður

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Haukur Logi Karlsson, Karl Garðarsson og Þorsteinn Sæmundsson.
Haukur Logi Karlsson, Karl Garðarsson og Þorsteinn Sæmundsson.
Tólf skiluðu inn framboði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Þar af stefna fjórir á að leiða lista flokksins. Framboðsfrestur rann út á hádegi í dag.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, býður sig ein fram í oddvitasætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þrír bítast hins vegar um efsta sætið í Reykjavík norður. Karl Garðarson, þingmaður, sækist eftir endurkjöri en sömu sögu er einnig að segja af Þorsteini Sæmundssyni. Með því færir Þorsteinn sig um set en hann er nú þingmaður Suðvesturkjördæmis. Þá hefur Haukur Logi Karlsson, doktorsnemi í lögfræði, einnig boðið sig fram.

Kosið verður um efstu fimm sætin í hvoru kjördæmi fyrir sig en prófkjörið fer fram 27. ágúst næstkomandi. Kosið er um hvert sæti fyrir sig og byrjað á efstu sætunum. Eftir hverja umferð hafa frambjóðendur kost á að bjóða sig fram á sæti neðar á listanum hljóti þeir ekki kjör í það sæti sem þeir sækjast eftir.

Frambjóðendur í 2.-5. sæti eru, í stafrófsröð, eftirfarandi:

Alex Björn B. Stefánsson, nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands

Ásgerður Jóna Flosadóttir, MBA og BA í stjórnmála- og fjölmiðlafræði

Björn Ívar Björnsson, háskólanemi

Gissur Guðmundsson, matreiðslumeistari

Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og varaborgarfulltrúi

Lárus Sigurður Lárusson, héraðsdómslögmaður

Sævar Þór Jónsson, héraðsdómslögmaður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×