Trump um ummæli sín um Obama og ISIS: Skilur fólk ekki kaldhæðni? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2016 13:05 Enn er sótt að Trump vegna ummæla forsetaefnis Repúblikana. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segir að ummæli sín um að Barack Obama hafi stofnað hryðjuverkasamtökin ISIS hafi verið sögð í kaldhæðni. Hann gagnrýnir fréttastofur fyrir að hafa sagt fréttir af ummælum sínum um Obama og spyr hvort að fólk skilji ekki kaldhæðni. Trump gagnrýndi sérstaklega fréttastofu CNN og tísti eftirfarandi í morgun.Ratings challenged @CNN reports so seriously that I call President Obama (and Clinton) "the founder" of ISIS, & MVP. THEY DON'T GET SARCASM?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2016 Líkt og greint hefur verið frá sagði Trump í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. „Hann er stofnandi ISIS,“ sagði Trump en hlaut dræmar undirtektir. Frambjóðandi endurtók þessi orð sín svo tvívegis til að leggja áherslu á þau og sagði svo Clinton jafn seka og Obama. Trump fékk tækifæri til þess að skýra ummæli sín þegar hann var spurður hvort að hann átt við að Obama hafi átt þátt í að skapa ástandið í Mið-Austurlöndum sem gat af sér hryðjuverkasamtökin ISIS. Trump hafnaði því hins vegar og sagðist ekki hafa átt við það. „Nei, ég átti við að hann stofnaði ISIS,“ sagði Trump í útvarpsviðtali. Viðurkenndi sagði síðar í þættinum að ef Obama hefði staðið sig í starfi hefði ISIS aldrei orðið til. „Þess vegna er Obama stofnandi ISIS.“ Trump hefur lengi gagnrýnt Obama og Clinton fyrir utanríkisstefnu þeirra sem hann segir að hafi skapað svigrúm í Mið-Austurlöndum fyrir ISIS. Hillary Clinton, forsetefni Demókrata hefur að undanförnu tekið afgerandi forystu í skoðanakönnunum á meðan Trump glímir við ýmiskonar vandræði en átök eru innan flokksins um kosningabaráttu Trump sem þótt hefur umdeild. Donald Trump Tengdar fréttir Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45 Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump. 12. ágúst 2016 09:03 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segir að ummæli sín um að Barack Obama hafi stofnað hryðjuverkasamtökin ISIS hafi verið sögð í kaldhæðni. Hann gagnrýnir fréttastofur fyrir að hafa sagt fréttir af ummælum sínum um Obama og spyr hvort að fólk skilji ekki kaldhæðni. Trump gagnrýndi sérstaklega fréttastofu CNN og tísti eftirfarandi í morgun.Ratings challenged @CNN reports so seriously that I call President Obama (and Clinton) "the founder" of ISIS, & MVP. THEY DON'T GET SARCASM?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2016 Líkt og greint hefur verið frá sagði Trump í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. „Hann er stofnandi ISIS,“ sagði Trump en hlaut dræmar undirtektir. Frambjóðandi endurtók þessi orð sín svo tvívegis til að leggja áherslu á þau og sagði svo Clinton jafn seka og Obama. Trump fékk tækifæri til þess að skýra ummæli sín þegar hann var spurður hvort að hann átt við að Obama hafi átt þátt í að skapa ástandið í Mið-Austurlöndum sem gat af sér hryðjuverkasamtökin ISIS. Trump hafnaði því hins vegar og sagðist ekki hafa átt við það. „Nei, ég átti við að hann stofnaði ISIS,“ sagði Trump í útvarpsviðtali. Viðurkenndi sagði síðar í þættinum að ef Obama hefði staðið sig í starfi hefði ISIS aldrei orðið til. „Þess vegna er Obama stofnandi ISIS.“ Trump hefur lengi gagnrýnt Obama og Clinton fyrir utanríkisstefnu þeirra sem hann segir að hafi skapað svigrúm í Mið-Austurlöndum fyrir ISIS. Hillary Clinton, forsetefni Demókrata hefur að undanförnu tekið afgerandi forystu í skoðanakönnunum á meðan Trump glímir við ýmiskonar vandræði en átök eru innan flokksins um kosningabaráttu Trump sem þótt hefur umdeild.
Donald Trump Tengdar fréttir Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45 Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump. 12. ágúst 2016 09:03 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45
Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26
Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump. 12. ágúst 2016 09:03