Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. ágúst 2016 09:03 Donald Trump á kosningafundi í vikunni. vísir/epa Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump, frambjóðanda repúblikana til forseta Bandaríkjanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru nokkrir fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins en í því segir meðal annars að vanhæfi og tilhneiging hans til að vilja sundra frekar en sameina geti leitt til þess að flokkurinn bíði afhroð í forsetakosningunum í nóvember.Eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni eru einmitt líkur á því að Clinton sigri Trump, og það jafnvel með nokkrum yfirburðum, að minnsta kosti ef marka má spá kosninga-og tölfræðivefsins FiveThirtyEight. Þannig hefur forskot Clinton í könnunum undanfarna daga aukist jafnt og þétt. „Við trúum því að vilji Trump til þess að sundra frekar en sameina, vanhæfi hans, kæruleysi og fordæmalausar óvinsældir leiði til þess að Demókratar vinni stórsigur í nóvember,“ segir í bréfinu. Í bréfinu er flokkurinn hvattur til þess að styðja frekar við frambjóðendur í kosningum til öldunga-og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Að mati þeirra sem skrifa undir bréfið ætti ekki að vera erfitt fyrir flokkinn að ákveða að hætta að styrkja Trump þar sem sigurlíkur hans fari hverfandi með hverjum degi sem líður. Trump hefur brugðist við bréfinu og gefur lítið fyrir það að Repúblikanaflokkurinn hætti að styðja við kosningabaráttu hans. „Það eina sem ég þarf að gera er að hætta að dæla styrkjum í flokkinn,“ sagði Trump.Time-tímaritið greindi frá því í að gær að Reince Priebus hefði hótað Trump því að flokkurinn myndi hætta að styrkja hann og að peningarnir færu í staðinn til þingframbjóðenda sem þurfi meira á stuðningi að halda. Trump neitar því að hafa átt samtal um þetta við Priebus. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. 11. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump, frambjóðanda repúblikana til forseta Bandaríkjanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru nokkrir fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins en í því segir meðal annars að vanhæfi og tilhneiging hans til að vilja sundra frekar en sameina geti leitt til þess að flokkurinn bíði afhroð í forsetakosningunum í nóvember.Eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni eru einmitt líkur á því að Clinton sigri Trump, og það jafnvel með nokkrum yfirburðum, að minnsta kosti ef marka má spá kosninga-og tölfræðivefsins FiveThirtyEight. Þannig hefur forskot Clinton í könnunum undanfarna daga aukist jafnt og þétt. „Við trúum því að vilji Trump til þess að sundra frekar en sameina, vanhæfi hans, kæruleysi og fordæmalausar óvinsældir leiði til þess að Demókratar vinni stórsigur í nóvember,“ segir í bréfinu. Í bréfinu er flokkurinn hvattur til þess að styðja frekar við frambjóðendur í kosningum til öldunga-og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Að mati þeirra sem skrifa undir bréfið ætti ekki að vera erfitt fyrir flokkinn að ákveða að hætta að styrkja Trump þar sem sigurlíkur hans fari hverfandi með hverjum degi sem líður. Trump hefur brugðist við bréfinu og gefur lítið fyrir það að Repúblikanaflokkurinn hætti að styðja við kosningabaráttu hans. „Það eina sem ég þarf að gera er að hætta að dæla styrkjum í flokkinn,“ sagði Trump.Time-tímaritið greindi frá því í að gær að Reince Priebus hefði hótað Trump því að flokkurinn myndi hætta að styrkja hann og að peningarnir færu í staðinn til þingframbjóðenda sem þurfi meira á stuðningi að halda. Trump neitar því að hafa átt samtal um þetta við Priebus.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. 11. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26
Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. 11. ágúst 2016 07:00