Viðskipti innlent

Icelandair og WOW óstundvís í júlí

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Íslensku flugfélögin voru undir meðallagi stundvís í júlí samkvæmt útreikningum Dohop.
Íslensku flugfélögin voru undir meðallagi stundvís í júlí samkvæmt útreikningum Dohop. Vísir/GVA
Fyrirtækið Dohop hefur tekið saman upplýsingar um stundvísi nokkurra flugfélaga sem fóru um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum júlímánuði.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að þegar litið er til þeirra sex flugfélaga sem fljúga mest frá Keflavík sést að íslensku flugfélögin, Icelandair og WOW air, voru undir meðallagi stundvís í júlí.

Samkvæmt Dohop var Air Berlin stundvísasta flugfélagið í júlí, bæði við komur og brottfarir, en lengstu tafirnar voru hjá Delta.

„Í heildina voru um 62% áætlaðra flugferða félagsins á réttum tíma í júlí. Íslensku flugfélögin eru undir meðallagi stundvís ef miðað er við allt flug þeirra sex flugfélaga sem könnunin nær til, bæði við komur og brottfarir,“ segir í tilkynningu Dohop.

Við útreikninga á stundvísis flugfélaganna notast Dohop við tölur frá Isavia og eru aðeins birtar tölur flugfélaga sem eru með fleiri en 50 áætlunarflug á mánuði um Keflavíkurflugvöll.


Tengdar fréttir

28 tíma seinkun á flugi WOW til Dublin

Bilun kom upp í leiguflugvél. Farþegar biðu í sex tíma í Keflavík áður en þeim var tjáð að töfin yrði lengri en gert var ráð fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×