Valdís aðeins einu högg frá efsta sætinu | Náði sínum besta árangri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2016 16:48 Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Mynd/Golfsamband Íslands Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni náði sínum besta árangri á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu sem lauk á Spáni í dag. Valdís endaði í þriðja sæti á þremur höggum undir pari vallar og var hún aðeins einu höggi frá efsta sætinu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR endaði í 23. sæti á +2 samtals. Þetta er fyrsta mótið hjá Valdísi á þessu tímabili á LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra fór í aðgerð í byrjun febrúar vegna álagsmeiðsla í þumalfingri og hefur hún verið í endurhæfingu frá þeim tíma. Valdís Þóra lék á 133 höggum, var tveimur undir pari á fyrsta hring og einu höggi undir pari á öðrum hring. Valdís náði 9 fuglum á þessum 36 holum og var á parinu á 22 holum. Ólafía hefur leikið á tveimur mótum nú þegar á þessari mótaröð og á einu móti á LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, þar sem hún er með keppnisrétt. Aðstæður á keppnisvellinum voru erfiðar vegna mikillar úrkomu undanfarna daga og vikur. Breyta þurfti nokkrum holum úr par 4 í par 3 vegna þess að brautirnar voru óleikhæfar. Par vallarins var því 68 högg sem er óvenjulegt. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni náði sínum besta árangri á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu sem lauk á Spáni í dag. Valdís endaði í þriðja sæti á þremur höggum undir pari vallar og var hún aðeins einu höggi frá efsta sætinu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR endaði í 23. sæti á +2 samtals. Þetta er fyrsta mótið hjá Valdísi á þessu tímabili á LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra fór í aðgerð í byrjun febrúar vegna álagsmeiðsla í þumalfingri og hefur hún verið í endurhæfingu frá þeim tíma. Valdís Þóra lék á 133 höggum, var tveimur undir pari á fyrsta hring og einu höggi undir pari á öðrum hring. Valdís náði 9 fuglum á þessum 36 holum og var á parinu á 22 holum. Ólafía hefur leikið á tveimur mótum nú þegar á þessari mótaröð og á einu móti á LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, þar sem hún er með keppnisrétt. Aðstæður á keppnisvellinum voru erfiðar vegna mikillar úrkomu undanfarna daga og vikur. Breyta þurfti nokkrum holum úr par 4 í par 3 vegna þess að brautirnar voru óleikhæfar. Par vallarins var því 68 högg sem er óvenjulegt.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira