Innlent

Dómurinn veldur vonbrigðum

birta björnsdóttir skrifar
Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Ættingjar fórnarlamba fjöldamorðanna eru vonsviknir með hversu vægan dóm hann hlaut.

Stríðsglæpadómstóllinn dæmdi Karadzic sekan í gær, meðal annars fyrir ábyrgð á þjóðarmorðinu í Srebrenica þegar hersveitir Bosníu-Serba myrtu yfir sjö þúsund íslamska karlmenn og drengi á nokkrum dögum eftir að þær lögðu borgina undir sig í júlí árið 1995. Hann var einnig dæmdur fyrir

glæpi gegn mannkyninu fyrir aðgerðir hersveita hans í borginni Sarajevo sem kostuðu nærri tólf þúsund manns lífið.

„Karadzic er vonsvikinn og hann hyggst áfrýja dómnum,” sagði Peter Robinsson, lögfræðilegur ráðgjafi Karadzic eftir að dómur hafði verið kveðinn upp.

Um fimm þúsund stuðningsmenn hins þjóðernissinnaða serbneska róttæka flokks komu saman í Belgrad í gær til að mótmæla dómnum.

Margar ekkjur og aðrir ættingjar fórnarlambanna eru einnig ósátt við dóminn, en þykir hann of vægur.

„Réttlætinu er ekki fullnægt með þessum dómi. Það hefði átt að vera löngu búið að dæma í málinu. Allt of margar mæður eru fallnar frá og missa af því að sjá réttlætinu fullnægt. Og það var ekki einu sinni niðustaðan,” sagði Fadila Efendic, sem missti bæði eiginmann sinn og son í Srebrenica árið 1995.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×