„Hefði getað verið hver sem er úr mínum hópi“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. mars 2016 20:30 Íslensk kona, sem fór til Norður Kóreu með sömu ferðaskrifstofu, og dvaldi á sama hóteli og bandarískur námsmaður sem í síðustu viku var dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu þar í landi, segist vera slegin yfir fréttum af málinu. Hver sem er úr hennar hópi hefði getað hlotið sömu örlög. Heimspressan fjallaði í síðustu viku um dóm Norður Kóreskra yfirvalda yfir Otto Warmbier, tuttugu og eins árs gömlum bandaríkjamanni. Var hann dæmdur í fimmtán ára fangelsi og þrælkunarvinnu fyrir að hafa stolið áróðursskilti af hóteli sem hann dvaldi á í fimm daga í desember. Sagðist hann hafa ætlað að fara heim til Bandaríkjanna með minjagrip. Ása Steinarsdóttir hefur undanfarið ár ferðast um Asíu. Hún fór til Norður Kóreu ásamt kærasta sínum í nóvember á síðasta ári með ferðaskrifstofunni Young Pioneer Tours. Það er sama skrifstofa og OttO fór með mánuði seinna. Ása dvaldi á sama hóteli og Ottó, þaðan sem hann stal áróðursskiltinu. „Maður hugsar bara að þetta hefði getað verið hver sem er úr hópnum mínum í rauninni. Það var alveg stemning fyrir því að reyna að taka minjagripi hér og þar. Það lágu dagblöð á borðum og tímarit, og fólki langar að eiga minjagripi frá Norður Kóreu. Maður gleymdi því svolítið að maður væri í svona hættulegu landi,“ segir Ása. Hún kveðst vera slegin yfir fréttum af málinu þar sem það sé afar vinsælt það afar vinsælt að ferðamenn taki með sér minjagripi með áróðri Norður Kóreskra yfirvalda. „Það voru minjagripabúðir með vörum sem var ritstýrt. Þannig að sjá alvöru dagblöð eða eitthvað annað skrifað á þeirra tungumáli var einhvern veginn meiri minjagripur fyrir fólk. Eins og fyrir þennan strák, hann hefur kannski séð þetta plakat og bara kippt því með sér,,“ segir Ása. Ása segist í raun hafa gert sér grein fyrir hversu hættulegt það raunverulega er fyrir ferðamenn að taka ólöglega hluti með sér út úr Norður Kóreu eftir að hún kom heim og las fréttir af máli Ottos. Þetta er svona búið að vera að síast inn. Að maður hafi farið þangað. Maður er bara heppin að ekkert hafi komið fyrir því við vorum líka alveg að taka ljósmyndir, frekar mikið af ljósmyndum, og það eru ákveðnir staðir og hermenn til dæmis sem þú mátt ekki taka myndir af en við vorum alveg að stelast til þess. Þegar maður hugsar þetta eftir á þá á maður ekkert að vera að gera svoleiðis í hættulegum löndum,“ segir Ása Steinarsdóttir. Tengdar fréttir Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum. 16. mars 2016 07:25 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Sjá meira
Íslensk kona, sem fór til Norður Kóreu með sömu ferðaskrifstofu, og dvaldi á sama hóteli og bandarískur námsmaður sem í síðustu viku var dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu þar í landi, segist vera slegin yfir fréttum af málinu. Hver sem er úr hennar hópi hefði getað hlotið sömu örlög. Heimspressan fjallaði í síðustu viku um dóm Norður Kóreskra yfirvalda yfir Otto Warmbier, tuttugu og eins árs gömlum bandaríkjamanni. Var hann dæmdur í fimmtán ára fangelsi og þrælkunarvinnu fyrir að hafa stolið áróðursskilti af hóteli sem hann dvaldi á í fimm daga í desember. Sagðist hann hafa ætlað að fara heim til Bandaríkjanna með minjagrip. Ása Steinarsdóttir hefur undanfarið ár ferðast um Asíu. Hún fór til Norður Kóreu ásamt kærasta sínum í nóvember á síðasta ári með ferðaskrifstofunni Young Pioneer Tours. Það er sama skrifstofa og OttO fór með mánuði seinna. Ása dvaldi á sama hóteli og Ottó, þaðan sem hann stal áróðursskiltinu. „Maður hugsar bara að þetta hefði getað verið hver sem er úr hópnum mínum í rauninni. Það var alveg stemning fyrir því að reyna að taka minjagripi hér og þar. Það lágu dagblöð á borðum og tímarit, og fólki langar að eiga minjagripi frá Norður Kóreu. Maður gleymdi því svolítið að maður væri í svona hættulegu landi,“ segir Ása. Hún kveðst vera slegin yfir fréttum af málinu þar sem það sé afar vinsælt það afar vinsælt að ferðamenn taki með sér minjagripi með áróðri Norður Kóreskra yfirvalda. „Það voru minjagripabúðir með vörum sem var ritstýrt. Þannig að sjá alvöru dagblöð eða eitthvað annað skrifað á þeirra tungumáli var einhvern veginn meiri minjagripur fyrir fólk. Eins og fyrir þennan strák, hann hefur kannski séð þetta plakat og bara kippt því með sér,,“ segir Ása. Ása segist í raun hafa gert sér grein fyrir hversu hættulegt það raunverulega er fyrir ferðamenn að taka ólöglega hluti með sér út úr Norður Kóreu eftir að hún kom heim og las fréttir af máli Ottos. Þetta er svona búið að vera að síast inn. Að maður hafi farið þangað. Maður er bara heppin að ekkert hafi komið fyrir því við vorum líka alveg að taka ljósmyndir, frekar mikið af ljósmyndum, og það eru ákveðnir staðir og hermenn til dæmis sem þú mátt ekki taka myndir af en við vorum alveg að stelast til þess. Þegar maður hugsar þetta eftir á þá á maður ekkert að vera að gera svoleiðis í hættulegum löndum,“ segir Ása Steinarsdóttir.
Tengdar fréttir Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum. 16. mars 2016 07:25 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Sjá meira
Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum. 16. mars 2016 07:25