Rétt fyrir klukkan fjögur í dag barst lögreglu á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um fjórhólaslys í hlíðum Úlfarsfells. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru tveir ferðamenn á fjórhjólinu sem rann til í hálku og valt. Annar ferðamaðurinn hlaut minniháttar meiðsl að sögn lögreglu.
Í þriðja tímanum í dag varð umferðaróhapp á Reykjanesbraut við Bústaðarveg. Tvær bifreiðar voru fluttar af vettvangi með krana en ekki er vitað um meiðsl á fólki að svo stöddu.
