Innlendur myndaannáll: Stjórnmálin vógu þungt á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2016 08:45 Vísir Það er óhætt að segja að ansi margt og mikilvægt hafi farið fram hér á landi á árinu 2016. Stjórnmálin vógu þungt á árinu en þar má einnig nefna mótmæli, samstöðufundi, eldsvoða, kosningar, tónleika stórstjarna og margt fleira. Hér að neðan verður stiklað á stóru með myndum sem ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis tóku á árinu sem nú er að líða.Víkingaskipið Vésteinn sökk við bryggju í Reykjavík í október. Mikið rok var á landinu og skvettist mikill sjór um borð.Vísir/AntonMikill eldur kom upp á verkstæði á Grettisgötu í mars. Í húsinu voru tvö bifreiðarverkstæði, líkamsræktarstöð, vinnustofa og íbúð listmálara auk bifreiðageymslu í kjallara. Um íkveikju var að ræða.Vísir/AntonLjósmyndari Fréttablaðsins og Vísis varð vitni af því þegar smyrill réðst á starra og drap hann við Bónus við Hallveigarstíg í febrúar.Vísir/AntonTónlistarmaðurinn Justin Bieber steig tvisvar sinnum á svið í Kórnum í sumar.Vísir/HannaJustin Bieber við komuna til Íslands.Vísir/VilhelmBrúnegg tekin úr hillum eftir að í ljós kom að eggin höfðu um árabil verið auglýst sem vistvæn án þess að fylla nauðsynleg skilyrði.Vísir/AntonMinnst nítján slösuðust þegar rúta fór út af veginum á Þingvallavegi í október. Einn var sendur á gjörgæslu og var veginum lokað í fimm tíma.Vísir/VilhelmFjöldi fólks gekk í Druslugöngunni í ár, en markmið hennar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum og yfir á gerendur.Vísir/EyþórFrá tónleikum Die Antwoord hér á landi í sumar.Vísir/HannaVísir/StefánVísir/HannaForsetahjónin fyrrverandi og núverandi hittust á Evrópumótinu í Frakklandi.Vísir/VilhelmSysturnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru ákærðar fyrir að reyna að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þegar hann var forsætisráðherra.Vísir/EyþórFrá mótmælum gegn nýjum lögum um innflytjendur.Vísir/StefánTónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson hljóp tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í Sumar.Vísir/HannaMikil röð myndaðist fyrir utan Elko í Kópavogi þegar Svartur föstudagur svokallaður var haldinn hér á landi í nóvember.Vísir/EyþórMikil örtröð myndaðist í verslunum Söstrene Grene í september þegar nýjar vegghillur komu í sölu.Vísir/EyþórAron Khan og Emmsjé Gauti fallast í faðma á Iceland Airwaves.Vísir/Andri MarínóFólk tjaldaði fyrir utan verslun Húrra til að bíða eftir nýjum Yeezy skóm.Vísir/ErnirFyrsta banaslysið varð í Hvalfjarðargöngunum í sumar.Vísir/EyþórFjölmargar konur mættu berar að ofan í sund í Laugardalslaug í mars. Tilefnið var #FreeTheNipple átakið sem ætlað er að afklámvæða brjóst.Vísir/ErnirTil átaka kom á milli manns úr flokki Menningarseturs múslima og framkvæmdastjóra Stofnunar múslima við Ýmishúsið í sumar.Vísir/StefánSigurður Ingi Jóhannsson skoðar 360 gráðu myndband sem sýndarveruleikagleraugum. Myndbandið var gert af UNICEF og sýndi aðbúnað í flóttamannabúðum.Vísir/VilhelmVegum í Breiðholti var lokað þegar skotið var úr haglabyssu á bíl við söluturn í Iðufelli í ágúst.Vísir/EyþórLögregluþjónar að störfum eftir skotárásina.Vísir/EyþórTveir bræður eru grunaðir um að hafa skotið úr byssu eftir hópslagsmál.Vísir/EyþórFrá Norrænu þjóðdansamóti á Ingólfstorgi í sumar.Vísir/EyþórNorðurljósin hafa glatt marga ferðamenn og Íslendinga.Vísir/ernirMikill eldur kom upp á iðnaðarsvæði Hringrásar í Sundagörðum í haust.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, tók á móti flóttafólki í janúar.Vísir/Anton23 flóttamenn frá Sýrlandi búa nú á Akureyri.Vísir/StefánForsetaframbjóðendur ársins.Vísir/StefánÓlafur Ragnar Grímsson yfirgaf Bessastaði eftir tuttugu ár í forsetastól.Vísir/StefánDavíð Oddson steig aftur inn á svið stjórnmála og bauð sig fram til forseta.Vísir/ErnirSigurður Ingi Jóhansson var kosinn nýr formaður Framsóknarflokksins.Vísir/AntonSigmundur Davíð þurfti því frá að víkja.Vísir/AntonGífurlegur fjöldi Íslendinga tók á móti landsliðinu þegar þeir sneru aftur af Evrópumótinu úr Frakklandi.Vísir/ErnirMannhafið á Arnarhóli.Vísir/EyþórÍslendingar voru ánægðir með gang landsliðsins.Vísir/EyþórFrá Gaypride.Vísir/HannaGuðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti Íslands.Vísir/EyþórGuðni Th. og eiginkona hans Eliza Reid.Vísir/EyþórForsetinn kíkti í heimsókn til Lilju Katrínar sem hafði þá verið að baka í sólarhring til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein.Vísir/EyþórOddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn reið ekki feitum hesti frá alþingiskosningunum.Vísir/HannaKatrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, gerðu tilraunir til að mynda ríkisstjórn.Vísir/AntonBirgitta Jónsdóttir var ánægð með gengi Pírata á kosningakvöldinu í október.Vísir/HannaEftir kosningarnar tóku við stjórnarmyndunarviðræður sem enn er ekki lokið.Vísir/StefánÞorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín ræða málin í hléi á stjórnarmyndunarviðræðum.Vísir/EyþórÞingmenn gantast fyrir kappræður.Vísir/ErnirEldur kom upp í hausaþurrkun Félagsbúsins Miðhrauns á Snæfellsnesi í nóvember.Vísir/GVAÞúsundir kvenna lögðu niður vinnu í október og héldu samstöðufund á Austurvelli.Vísir/StefánFrá Wintris-mótmælunum í apríl.Vísir/ErnirÞúsundir mótmæltu á Austurvelli og kölluðu meðal annars eftir nýjum kosningum.Vísir/ErnirVigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður og forlagur fjárlaganefndar, fylgdist með mótmælunum úr Alþingishúsinu.Vísir/VilhelmSigurður Ingi og Bjarni Benediktsson ræða við fjölmiðla eftir að hafa ákveðið að Sigurður yrði forsætisráðherra.Vísir/ErnirHöskuldur Þórhallsson hafði þó stolið senunni skömmu áður, en hann hélt að Sigurður Ingi og Bjarni væru búnir að segja fjölmiðlum frá breytingunum á ríkisstjórninni.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson á göngum Alþingishússins.VísirVilhelmBjarni Benediktsson á Bessastöðum eftir að hafa skilað stjórnarmyndunarumboðinu.Vísir/VilhelmTöluvert meira snjóaði í byrjun árs en hefur gert í byrjun þessa vetrar.Vísir/ErnirSannkallað vætuveður hefur verið í haust og í raun í vetur.Vísir/GVAFrá vatnavöxtum í haust.Vísir/Eyþór Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Sjá meira
Það er óhætt að segja að ansi margt og mikilvægt hafi farið fram hér á landi á árinu 2016. Stjórnmálin vógu þungt á árinu en þar má einnig nefna mótmæli, samstöðufundi, eldsvoða, kosningar, tónleika stórstjarna og margt fleira. Hér að neðan verður stiklað á stóru með myndum sem ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis tóku á árinu sem nú er að líða.Víkingaskipið Vésteinn sökk við bryggju í Reykjavík í október. Mikið rok var á landinu og skvettist mikill sjór um borð.Vísir/AntonMikill eldur kom upp á verkstæði á Grettisgötu í mars. Í húsinu voru tvö bifreiðarverkstæði, líkamsræktarstöð, vinnustofa og íbúð listmálara auk bifreiðageymslu í kjallara. Um íkveikju var að ræða.Vísir/AntonLjósmyndari Fréttablaðsins og Vísis varð vitni af því þegar smyrill réðst á starra og drap hann við Bónus við Hallveigarstíg í febrúar.Vísir/AntonTónlistarmaðurinn Justin Bieber steig tvisvar sinnum á svið í Kórnum í sumar.Vísir/HannaJustin Bieber við komuna til Íslands.Vísir/VilhelmBrúnegg tekin úr hillum eftir að í ljós kom að eggin höfðu um árabil verið auglýst sem vistvæn án þess að fylla nauðsynleg skilyrði.Vísir/AntonMinnst nítján slösuðust þegar rúta fór út af veginum á Þingvallavegi í október. Einn var sendur á gjörgæslu og var veginum lokað í fimm tíma.Vísir/VilhelmFjöldi fólks gekk í Druslugöngunni í ár, en markmið hennar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum og yfir á gerendur.Vísir/EyþórFrá tónleikum Die Antwoord hér á landi í sumar.Vísir/HannaVísir/StefánVísir/HannaForsetahjónin fyrrverandi og núverandi hittust á Evrópumótinu í Frakklandi.Vísir/VilhelmSysturnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru ákærðar fyrir að reyna að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þegar hann var forsætisráðherra.Vísir/EyþórFrá mótmælum gegn nýjum lögum um innflytjendur.Vísir/StefánTónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson hljóp tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í Sumar.Vísir/HannaMikil röð myndaðist fyrir utan Elko í Kópavogi þegar Svartur föstudagur svokallaður var haldinn hér á landi í nóvember.Vísir/EyþórMikil örtröð myndaðist í verslunum Söstrene Grene í september þegar nýjar vegghillur komu í sölu.Vísir/EyþórAron Khan og Emmsjé Gauti fallast í faðma á Iceland Airwaves.Vísir/Andri MarínóFólk tjaldaði fyrir utan verslun Húrra til að bíða eftir nýjum Yeezy skóm.Vísir/ErnirFyrsta banaslysið varð í Hvalfjarðargöngunum í sumar.Vísir/EyþórFjölmargar konur mættu berar að ofan í sund í Laugardalslaug í mars. Tilefnið var #FreeTheNipple átakið sem ætlað er að afklámvæða brjóst.Vísir/ErnirTil átaka kom á milli manns úr flokki Menningarseturs múslima og framkvæmdastjóra Stofnunar múslima við Ýmishúsið í sumar.Vísir/StefánSigurður Ingi Jóhannsson skoðar 360 gráðu myndband sem sýndarveruleikagleraugum. Myndbandið var gert af UNICEF og sýndi aðbúnað í flóttamannabúðum.Vísir/VilhelmVegum í Breiðholti var lokað þegar skotið var úr haglabyssu á bíl við söluturn í Iðufelli í ágúst.Vísir/EyþórLögregluþjónar að störfum eftir skotárásina.Vísir/EyþórTveir bræður eru grunaðir um að hafa skotið úr byssu eftir hópslagsmál.Vísir/EyþórFrá Norrænu þjóðdansamóti á Ingólfstorgi í sumar.Vísir/EyþórNorðurljósin hafa glatt marga ferðamenn og Íslendinga.Vísir/ernirMikill eldur kom upp á iðnaðarsvæði Hringrásar í Sundagörðum í haust.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, tók á móti flóttafólki í janúar.Vísir/Anton23 flóttamenn frá Sýrlandi búa nú á Akureyri.Vísir/StefánForsetaframbjóðendur ársins.Vísir/StefánÓlafur Ragnar Grímsson yfirgaf Bessastaði eftir tuttugu ár í forsetastól.Vísir/StefánDavíð Oddson steig aftur inn á svið stjórnmála og bauð sig fram til forseta.Vísir/ErnirSigurður Ingi Jóhansson var kosinn nýr formaður Framsóknarflokksins.Vísir/AntonSigmundur Davíð þurfti því frá að víkja.Vísir/AntonGífurlegur fjöldi Íslendinga tók á móti landsliðinu þegar þeir sneru aftur af Evrópumótinu úr Frakklandi.Vísir/ErnirMannhafið á Arnarhóli.Vísir/EyþórÍslendingar voru ánægðir með gang landsliðsins.Vísir/EyþórFrá Gaypride.Vísir/HannaGuðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti Íslands.Vísir/EyþórGuðni Th. og eiginkona hans Eliza Reid.Vísir/EyþórForsetinn kíkti í heimsókn til Lilju Katrínar sem hafði þá verið að baka í sólarhring til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein.Vísir/EyþórOddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn reið ekki feitum hesti frá alþingiskosningunum.Vísir/HannaKatrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, gerðu tilraunir til að mynda ríkisstjórn.Vísir/AntonBirgitta Jónsdóttir var ánægð með gengi Pírata á kosningakvöldinu í október.Vísir/HannaEftir kosningarnar tóku við stjórnarmyndunarviðræður sem enn er ekki lokið.Vísir/StefánÞorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín ræða málin í hléi á stjórnarmyndunarviðræðum.Vísir/EyþórÞingmenn gantast fyrir kappræður.Vísir/ErnirEldur kom upp í hausaþurrkun Félagsbúsins Miðhrauns á Snæfellsnesi í nóvember.Vísir/GVAÞúsundir kvenna lögðu niður vinnu í október og héldu samstöðufund á Austurvelli.Vísir/StefánFrá Wintris-mótmælunum í apríl.Vísir/ErnirÞúsundir mótmæltu á Austurvelli og kölluðu meðal annars eftir nýjum kosningum.Vísir/ErnirVigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður og forlagur fjárlaganefndar, fylgdist með mótmælunum úr Alþingishúsinu.Vísir/VilhelmSigurður Ingi og Bjarni Benediktsson ræða við fjölmiðla eftir að hafa ákveðið að Sigurður yrði forsætisráðherra.Vísir/ErnirHöskuldur Þórhallsson hafði þó stolið senunni skömmu áður, en hann hélt að Sigurður Ingi og Bjarni væru búnir að segja fjölmiðlum frá breytingunum á ríkisstjórninni.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson á göngum Alþingishússins.VísirVilhelmBjarni Benediktsson á Bessastöðum eftir að hafa skilað stjórnarmyndunarumboðinu.Vísir/VilhelmTöluvert meira snjóaði í byrjun árs en hefur gert í byrjun þessa vetrar.Vísir/ErnirSannkallað vætuveður hefur verið í haust og í raun í vetur.Vísir/GVAFrá vatnavöxtum í haust.Vísir/Eyþór
Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Sjá meira