Fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva sagt upp störfum Höskuldur Kári Schram skrifar 30. desember 2016 18:45 Um fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva um allt land, eða rúmlega átta hundruð manns, hefur verið sagt upp störfum á síðustu vikum vegna hráefnisskorts og um fjögur hundruð manns til viðbótar hafa óskað eftir bótum vegna tekjuskerðingar. Öll stærstu fiskvinnslufyrirtækin hafa boðað frekari uppsagnir á næstu vikum. Þetta kemur fram í minnisblaði Vinnumálastofnunar vegna uppsagna fiskvinnslufólks. Sjómannaverkfallið hefur nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og eru flest fiskvinnslufyrirtæki byrjuð að glíma við hráefnisskort vegna þessa. Alls höfðu 832 umsóknir um atvinnuleysisbætur borist Vinnumálastofnun síðdegis í gær en um er að ræða starfsfólk hjá þrjátíu fiskvinnslufyrirtækjum. Þá hafa öll stærstu fiskvinnslufyrirtæki landsins verið í sambandi við stofnunina á undanförnum dögum og sent inn tilkynningar um frekari uppsagnir. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir því viðbúið að þessi hópur muni stækka á næstu dögum. „Þetta eru eitthvað um fjögur þúsund manns sem eru starfandi við fiskvinnslu á landinu og flest af þessum fyrirtækjum eru stopp. Svo það má alveg búast við því að þessi hópur stækki,“ segir Gissur. Konur eru um 55 prósent þeirra sem um ræðir og karlar 45 prósent. Rúmlega helmingur er með íslenskt ríkisfang, 36 prósent pólskt og 13 prósent af öðru þjóðerni. Atvinnuleysistryggingasjóður mun greiða að meðaltali um 10 milljónir á dag í bætur vegna þessa. Gissur segir að staða fólks sé afar misjöfn. „Flestir eru auðvitað með fullan bótarétt og fá greiddar bætur í samræmi við það en það eru líka dæmi þess að menn eru með minna og jafnvel ekki neitt" Fiskvinnslufyrirtækin hafa ekki einungis beitt uppsögnum til að bregðast við hráefnisskorti. Í sumum tilvikum hafa fyrirtækin kosið að halda fólki á launum en fengið sérstakt mótframlag frá Vinnumálastofnun til að draga úr launaskerðingu. Gissur segir að þessi leið sé mun betri fyrir starfsfólkið en um fjögur hundruð manns hafa þegar sótt um mótframlag. „Þegar upp er staðið þá er það hagfelldara fyrir starfsfólkið og auðvitað er ekki hægt að líta á þetta sem hefðbundið atvinnuleysi. Við erum ekki að fara að bjóða þessu fólki önnur störf a.m.k ekki strax af því að við lítum svo á að það muni vonandi hverfa sem fyrst til sinna fyrri starfa að nýju,“ segir Gissur. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. 29. desember 2016 18:45 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Um fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva um allt land, eða rúmlega átta hundruð manns, hefur verið sagt upp störfum á síðustu vikum vegna hráefnisskorts og um fjögur hundruð manns til viðbótar hafa óskað eftir bótum vegna tekjuskerðingar. Öll stærstu fiskvinnslufyrirtækin hafa boðað frekari uppsagnir á næstu vikum. Þetta kemur fram í minnisblaði Vinnumálastofnunar vegna uppsagna fiskvinnslufólks. Sjómannaverkfallið hefur nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og eru flest fiskvinnslufyrirtæki byrjuð að glíma við hráefnisskort vegna þessa. Alls höfðu 832 umsóknir um atvinnuleysisbætur borist Vinnumálastofnun síðdegis í gær en um er að ræða starfsfólk hjá þrjátíu fiskvinnslufyrirtækjum. Þá hafa öll stærstu fiskvinnslufyrirtæki landsins verið í sambandi við stofnunina á undanförnum dögum og sent inn tilkynningar um frekari uppsagnir. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir því viðbúið að þessi hópur muni stækka á næstu dögum. „Þetta eru eitthvað um fjögur þúsund manns sem eru starfandi við fiskvinnslu á landinu og flest af þessum fyrirtækjum eru stopp. Svo það má alveg búast við því að þessi hópur stækki,“ segir Gissur. Konur eru um 55 prósent þeirra sem um ræðir og karlar 45 prósent. Rúmlega helmingur er með íslenskt ríkisfang, 36 prósent pólskt og 13 prósent af öðru þjóðerni. Atvinnuleysistryggingasjóður mun greiða að meðaltali um 10 milljónir á dag í bætur vegna þessa. Gissur segir að staða fólks sé afar misjöfn. „Flestir eru auðvitað með fullan bótarétt og fá greiddar bætur í samræmi við það en það eru líka dæmi þess að menn eru með minna og jafnvel ekki neitt" Fiskvinnslufyrirtækin hafa ekki einungis beitt uppsögnum til að bregðast við hráefnisskorti. Í sumum tilvikum hafa fyrirtækin kosið að halda fólki á launum en fengið sérstakt mótframlag frá Vinnumálastofnun til að draga úr launaskerðingu. Gissur segir að þessi leið sé mun betri fyrir starfsfólkið en um fjögur hundruð manns hafa þegar sótt um mótframlag. „Þegar upp er staðið þá er það hagfelldara fyrir starfsfólkið og auðvitað er ekki hægt að líta á þetta sem hefðbundið atvinnuleysi. Við erum ekki að fara að bjóða þessu fólki önnur störf a.m.k ekki strax af því að við lítum svo á að það muni vonandi hverfa sem fyrst til sinna fyrri starfa að nýju,“ segir Gissur.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. 29. desember 2016 18:45 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00
Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. 29. desember 2016 18:45