Enski boltinn

Glæsimark Snodgrass dugði Hull ekki til sigurs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Robert Snodgrass fagnar marki sínu.
Robert Snodgrass fagnar marki sínu. vísir/getty
Hull City og Everton gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik 19. umferðar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hull komst tvisvar yfir í leiknum en það dugði ekki til. Ross Barkley tryggði Everton stig þegar hann jafnaði metin í 2-2 sex mínútum fyrir leikslok.

Hull byrjaði leikinn af miklum krafti og náði forystunni strax á 6. mínútu þegar Michael Dawson skoraði sitt þriðja mark í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Hull virtist ætla að fara með 1-0 stöðu inn til búningsbergja en markvörðurinn David Marshall kom í veg fyrir það þegar hann skoraði afar klaufalegt sjálfsmark í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Í upphafi seinni hálfleiks varði Marshall skot Romelus Lukaku í slána. Á 55. mínútu átti Robert Snodgrass svo frábæra aukaspyrnu sem small í samskeytunum á marki Everton.

Tíu mínútum síðar tók Snodgrass aðra aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og smellti boltanum upp í markhornið.

Þetta glæsimark dugði þó Hull ekki til sigurs því Barkley jafnaði metin með skalla eftir fyrirgjöf Leightons Baines á 84. mínútu. Lokatölur 2-2.

Með jafnteflinu fór Hull upp í næstneðsta sæti deildarinnar og sendi Swansea City á botninn. Everton er áfram í 7. sætinu, nú með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×