Samið um vopnahlé í Sýrlandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. desember 2016 07:00 Vladimír Pútín forseti ásamt Sergei Sjoígú varnarmálaráðherra á fundi í Moskvu þar sem þeir ræddu og kynntu fyrir blaðamönnum vopnahléið, sem hefjast átti í Sýrlandi í gærkvöld. Nordicphotos/AFP Það var Vladimír Pútín Rússlandsforseti sem skýrði frá því í gær að vopnahlé myndi hefjast á miðnætti að sýrlenskum tíma, eða klukkan 22 að íslenskum tíma. Tyrkneska utanríkisráðuneytið staðfesti þetta síðan. Rússneski herinn hefur stutt sýrlenska stjórnarherinn, en Tyrkir hafa staðið með sýrlenskum uppreisnarmönnum. Fullyrt var að stjórnarherinn muni leggja niður vopn. Öllum loftárásum á sýrlenska uppreisnarmenn verði hætt. Vopnahléið náði þó ekki til öfgahópa á borð við Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamskt ríki, eða Jabhat Fateh al-Sham, sem áður nefndist Nusra-fylkingin og hefur verið í tengslum við Al Kaída. Samkomulagið er gert í beinu framhaldi af brottrekstri uppreisnarmanna frá austurhluta Aleppo-borgar, sem var síðasta stóra borgin sem þeir höfðu á valdi sínu. Pútín sagði vopnahléið byggjast á þremur samningum sem allir hafi verið undirritaðir af hálfu bæði uppreisnarmanna og stjórnvalda. Sá fyrsti er um vopnahlé, annar um útfærslu þess og sá þriðji um friðarviðræður sem eigi að hefjast í framhaldinu. Hann sagði jafnframt að bæði Rússar, Tyrkir og Íranar muni bæði sjá um eftirlit með vopnahléinu og tryggja að friðarferli haldi áfram í Sýrlandi. „Við áttum okkur á því að þeir samningar sem gerðir hafa verið eru afar brothættir,“ sagði hann á fundi í Moskvu í gærmorgun. Borgarastyrjöld hefur geisað í Sýrlandi í nærri sex ár. Venjulega er miðað við að það hafi byrjað þann 15. mars árið 2011 með uppreisn meðal almennings gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem svarað var með skothríð frá öryggissveitum stjórnarinnar. Þetta var þegar arabíska vorið svonefnda var í algleymingi. Einræðisherrum hafði verið steypt af stóli í Túnis og Egyptalandi, mótmæli voru víðar og bjartsýnin réð ríkjum. Sýrlandsstjórn tók hins vegar af mikill hörku á mótmælendum, sagði nánast frá fyrstu stundu að þar væru ofbeldis- og öfgamenn á ferðinni. Í júlí árið 2011 gripu uppreisnarmenn til vopna og átökin hörðnuðu hratt. Andstæðingar stjórnarinnar komu hins vegar úr ýmsum áttum og íslamskir öfgahópar blönduðu sér fljótt í átökin. Þeir hópar taka ekki þátt í vopnahléinu, heldur eingöngu hinir hófsamari hópar sem notið hafa stuðnings Vesturlanda. Talið er að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hafi kostað um eða yfir hálfa milljón manna lífið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Það var Vladimír Pútín Rússlandsforseti sem skýrði frá því í gær að vopnahlé myndi hefjast á miðnætti að sýrlenskum tíma, eða klukkan 22 að íslenskum tíma. Tyrkneska utanríkisráðuneytið staðfesti þetta síðan. Rússneski herinn hefur stutt sýrlenska stjórnarherinn, en Tyrkir hafa staðið með sýrlenskum uppreisnarmönnum. Fullyrt var að stjórnarherinn muni leggja niður vopn. Öllum loftárásum á sýrlenska uppreisnarmenn verði hætt. Vopnahléið náði þó ekki til öfgahópa á borð við Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamskt ríki, eða Jabhat Fateh al-Sham, sem áður nefndist Nusra-fylkingin og hefur verið í tengslum við Al Kaída. Samkomulagið er gert í beinu framhaldi af brottrekstri uppreisnarmanna frá austurhluta Aleppo-borgar, sem var síðasta stóra borgin sem þeir höfðu á valdi sínu. Pútín sagði vopnahléið byggjast á þremur samningum sem allir hafi verið undirritaðir af hálfu bæði uppreisnarmanna og stjórnvalda. Sá fyrsti er um vopnahlé, annar um útfærslu þess og sá þriðji um friðarviðræður sem eigi að hefjast í framhaldinu. Hann sagði jafnframt að bæði Rússar, Tyrkir og Íranar muni bæði sjá um eftirlit með vopnahléinu og tryggja að friðarferli haldi áfram í Sýrlandi. „Við áttum okkur á því að þeir samningar sem gerðir hafa verið eru afar brothættir,“ sagði hann á fundi í Moskvu í gærmorgun. Borgarastyrjöld hefur geisað í Sýrlandi í nærri sex ár. Venjulega er miðað við að það hafi byrjað þann 15. mars árið 2011 með uppreisn meðal almennings gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem svarað var með skothríð frá öryggissveitum stjórnarinnar. Þetta var þegar arabíska vorið svonefnda var í algleymingi. Einræðisherrum hafði verið steypt af stóli í Túnis og Egyptalandi, mótmæli voru víðar og bjartsýnin réð ríkjum. Sýrlandsstjórn tók hins vegar af mikill hörku á mótmælendum, sagði nánast frá fyrstu stundu að þar væru ofbeldis- og öfgamenn á ferðinni. Í júlí árið 2011 gripu uppreisnarmenn til vopna og átökin hörðnuðu hratt. Andstæðingar stjórnarinnar komu hins vegar úr ýmsum áttum og íslamskir öfgahópar blönduðu sér fljótt í átökin. Þeir hópar taka ekki þátt í vopnahléinu, heldur eingöngu hinir hófsamari hópar sem notið hafa stuðnings Vesturlanda. Talið er að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hafi kostað um eða yfir hálfa milljón manna lífið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira