Viðskipti innlent

Fjármálamarkaðir taka við sér á ný

ingvar haraldsson skrifar
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,64 prósent í dag.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,64 prósent í dag. Vísir/GVA
Verð á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði hækkuðu á ný í dag eftir lækkanir framan af viku. 

Lækkanirnar voru helst tengdar við þá pólitísku ólgu sem ríkt hefur á Íslandi síðustu daga.

Margir fjárfestar óttuðust að ekki yrði unnt að ljúka aflandskrónuútboði í sumar, en til að ljúka því hefur verið talið nauðsynlegt að gera ákveðnar lagabreytingar. Auk þess að óttuðust sumir að erlendir fjárfestar gætu orðið hræddari við að fjárfesta á Íslandi.

Í dag virðist hins vegar hafa orðið breytingar þar á því hlutabréf allra fyrirtækja í Kauphöllinni hækkuðu í verði að undanskildum HB Granda og Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone. Mest hækkaði Össur eða um 3,31 prósent.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×