Lífið

Fyndnasti Háskólaneminn í beinni á Vísi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá fyrri keppni
Frá fyrri keppni vísir
Í kvöld fer fram úrslitakvöld uppistandskeppninnar Fyndnasti Háskólaneminn í Stúdentakjallaranum þar sem útkljáð verður hvaða nemandi Háskólans er færastur í að kitla hláturtaugar samnemanda sinna. Þetta er annað árið í röð sem keppnin fer fram en hún er haldin af Stúdentaráði Háskóla Íslands í samstarfi við Landsbankann.

Sex keppendur, sem listaðir eru hér að neðan, keppa til úrslita í kvöld og skartar dómnefndin engum öðrum en uppistöndurunum Rökkva Vésteinssyni, Þórdísi Nadíu Semichat, og Jóhannesi Inga Torfasyni, sem sigraði keppnina árið 2015.

Fyrir þá sem sjá sér ekki fært um að mæta á Stúdentakjallarann, örvæntið ekki. Keppninni verður streymt beint hér á Vísi og hefst útsendingin klukkan 21:00.

Kynnir keppninnar í ár er hinn eini sanni Auðunn Blöndal og hefjast leikar klukkan 21:00 á Stúdentakjallaranum. Til mikils er að vinna en sigurvegarinn tekur heim með sér 100.000 krónur í verðlaunafé ásamt auðvitað þeim mikla heiðri sem fylgir titlinum Fyndnasti Háskólaneminn.

„Þetta er svakalega skemmtilegur viðburður og eiginlega nauðsynlegt að fólk mæti til að lyfta sér aðeins upp í þessum samfélagslega glundroða sem við höfum upplifað í líðandi viku,“ segir Arnar Gunnarsson meðlimur í Félagslífs- og menningarmálanefnd SHÍ.

Keppendur í úrslitakeppni í þeirri röð sem þau keppa

Helgi Jónsson

Andri Gunnar Hauksson

Karen Björg Þorsteinsdóttir

Friðrik Bjartur Magnússon

Sigurður Gunnar Magnússon

Tómas Ingi Shelton

Fyrir þá sem sjá sér ekki fært um að mæta á Stúdentakjallarann, örvæntið ekki. Keppninni verður streymt beint hér á Vísi og hefst útsendingin klukkan 21:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×