Viðskipti innlent

Vodafone og 365 ná samkomulagi um sölu á pökkum 365

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
F.v. Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 og Björn Víglundsson framkvæmdastjóri sölu & þjónustusviðs Vodafone handsala samkomulagið.
F.v. Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 og Björn Víglundsson framkvæmdastjóri sölu & þjónustusviðs Vodafone handsala samkomulagið.
Vodafone og 365 hafa gengið frá samningi sem gerir Vodafone mögulegt að bjóða til sölu áskriftarpakka 365, þ.e. Stöð 2, Skemmtipakkann og Sportpakkann.

Fjölmiðlafyrirtækið verður nokkurskonar heildsali og selur Vodafone aðgang að fyrrnefndum afþreyingarpökkum. „Þetta er áhugavert skref sem við tökum nú með Vodafone og er liður í stefnu 365, að sækja fram með samstarfsfyrirtækjum. Er þetta í takt við þróun sem hefur verið að gerast á erlendum markaði,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365.

„Þetta er ánægjulegur áfangi en við teljum pakka 365 frábæra viðbót við vöruflóruna í Vodafone Sjónvarpi. Samningurinn auðveldar viðskiptavinum enn frekar frekar lífið hvað varðar fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu þeirra en með þessu móti geta þeir verið með allt á einum stað, á einum reikningi, sem einfaldar mjög allt utanumhald. Hvort sem um ræðir Stöð 2, Sportpakkann eða Skemmtipakkann, eru allar þessar vörur sneisafullar af vandaðri gæðaafþreytingu, sem við hlökkum til að hafa sem hluta af vöruúrvali Vodafone,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu Vodafone.

Umræddir pakkar eru þegar aðgengilegir í Vodafone Sjónvarpi og hægt að kaupa áskrift með fjarstýringunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×