Erlent

Mannleg mistök ollu Chapoecoense flugslysinu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá slysstað. Það er með ólíkindum að fólk hafi lifað af.
Frá slysstað. Það er með ólíkindum að fólk hafi lifað af. vísir/getty
Mistök flugmanna, flugfélagsins og bólivískra flugmálayfirvalda er um að kenna að flugvélin sem flaug með brasilíska knattspyrnuliðið Chapeocoense brotlenti með þeim afleiðingum að 71 manns lést. Ekki var um neinar bilanir að ræða. Reuters greinir frá.

Flugmanninum hefði misfarist að láta fylla vélina af eldsneyti fyrir brottför auk þess sem hann hefði ekki tilkynnt um vélartruflanir vegna þessa fyrr en of seint hefði verið að grípa inn í.

Að sama skapi hefðu flugmálayfirvöld í Bólivíu auk flugfélagsins gert mistök í því að leyfa vélinni að hefja flugtak en vélin var of þung við flugtak sem þýðir að vélin var ekki í stakk búin til þess að fljúga í þeirri hæð sem hún átti að fljúga í.

Yfirvöld í Bólivíu hafa sagt að flugslysið hafi verið einangrað tilvik en að ríkisstjórn landsins muni samt sem áður beita sér fyrir því að öryggismál verði bætt.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×