Rúrik: Betra að sýna hlutina í verki inn á vellinum en að hringja í blaðamenn að fyrra bragði Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. mars 2016 17:00 Rúrik Gíslason hefur verið frá síðan í október. vísir/valli Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur ekki spilað leik síðan í lok september á síðasta ári vegna meiðsla. Sæti hans í EM-hópnum gæti verið í hættu vegna meiðslanna en hann er að komast af stað núna á besta tíma. „Ég þurfti að fara í aðgerð því hásinin var að hluta til rifin. Hælbeinið var að skera meira og meira í hásinina þannig aðgerðin var óhjákvæmileg,“ sagði Rúrik um meiðslin í viðtali í Akraborginni á X977 í dag. „Ég fór í aðgerðina 20. október og mér var tjáð að þetta yrðu þrír mánuðir frá en þetta hefur tekið aðeins lengri tíma.“ „Ég spilaði með varaliðinu um síðustu helgi og reikna með því að vera með um helgina þannig þetta lítur allt vel út.“. „Ég er búinn að leggja mikið á mig í endurhæfingunni. Það er ekkert langt síðan ég byrjaði að æfa með liðinu en ég er samt sem áður í fínu hlaupaformi. Mér líður ekki eins og ég hafi verið meiddur í fimm mánuði,“ sagði Rúrik.Rúrik Gíslason samdi við Nürnberg fyrir tímabilið.vísir/gettyLangar með á EM Vegna meiðslanna hefur Rúrik ekkert verið með íslenska landsliðinu í síðustu vináttuleikjum. Aðeins fjórir leikir eru eftir þar til EM-hópurinn verður valinn, en á föstudaginn tilkynna Lars og Heimir hvaða leikmenn fara með í leikina gegn Dönum og Grikkjum. Rúrik, sem verður 28 ára gamall á árinu, á að baki 37 landsleiki með Íslandi en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2009. Hann hefur verið fastamaður í hóp Lars og Heimis og metur stöðu sína góða fyrir EM þrátt fyrir meiðslin. „Ég met stöðuna þannig að ég hef lagt mitt af mörkum fyrir landsliðið undanfarin ár. Auðvitað er komin mun meiri samkeppni en hefur verið oft áður, en ég trúi á sjálfan mig og er staðráðinn í að vinna mér sæti í þessum hóp,“ sagði Rúrik. „Eins og flestum íslenskum knattspyrnumönnum langar mig að fara með á þetta mót. Það er bara undir mér komið að sýna að ég eigi heima þarna,“ sagði RúrikLars og Heimir velja næsta hóp á föstudaginn.Vísir/VilhelmYrði mjög svekktur „Ég ætla ekkert að skafa af því að ég yrði svekktur ef ég væri ekki valinn í landsliðið. Það yrði þá í fyrsta skipti í nokkur ár sem ég væri ekki valinn í landsliðið þegar ég er heill. Auðvitað yrði ég mjög svekktur en ég þarf bara að leggja hart að mér og sýna mönnum að ég á heima í þessum hóp,“ sagði Rúrik, en hvað þarf hann að gera til að komast aftur í landsliðið? „Fyrst og fremst að byrja að spila og spila vel. Ég held að það segi miklu meira heldur en að menn séu að tala alltof mikið. Ég held að það skili manni alltaf lengst, að sýna hlutina bara í verki inn á vellinum og vera ekki mikið að hringja í blaðamenn að fyrra bragði. Það er galdurinn,“ sagði Rúrik Gíslason. Rúrik leikur með Nürnberg í þýsku 2. deildinni en liðið er á fínum skriði og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Íslenski landsliðsmaðurinn átti að vera í leikmannahópnum um síðustu helgi en allt kom fyrir ekki. „Ég náði að æfa þrisvar sinnum í síðustu viku og þjálfarinn vildi hafa mig í hópnum um síðustu helgi en læknirinn vildi ekki samþykkja það,“ sagði hann. „Ég reikna með að vera í hópnum um næstu helgi. Mér líður eins og ég sé tilbúinn og hef hef verið að sýna á æfingum að ég er í góðu formi,“ sagði Rúrik Gíslason. Allt viðtalið má heyra hér að neðan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur ekki spilað leik síðan í lok september á síðasta ári vegna meiðsla. Sæti hans í EM-hópnum gæti verið í hættu vegna meiðslanna en hann er að komast af stað núna á besta tíma. „Ég þurfti að fara í aðgerð því hásinin var að hluta til rifin. Hælbeinið var að skera meira og meira í hásinina þannig aðgerðin var óhjákvæmileg,“ sagði Rúrik um meiðslin í viðtali í Akraborginni á X977 í dag. „Ég fór í aðgerðina 20. október og mér var tjáð að þetta yrðu þrír mánuðir frá en þetta hefur tekið aðeins lengri tíma.“ „Ég spilaði með varaliðinu um síðustu helgi og reikna með því að vera með um helgina þannig þetta lítur allt vel út.“. „Ég er búinn að leggja mikið á mig í endurhæfingunni. Það er ekkert langt síðan ég byrjaði að æfa með liðinu en ég er samt sem áður í fínu hlaupaformi. Mér líður ekki eins og ég hafi verið meiddur í fimm mánuði,“ sagði Rúrik.Rúrik Gíslason samdi við Nürnberg fyrir tímabilið.vísir/gettyLangar með á EM Vegna meiðslanna hefur Rúrik ekkert verið með íslenska landsliðinu í síðustu vináttuleikjum. Aðeins fjórir leikir eru eftir þar til EM-hópurinn verður valinn, en á föstudaginn tilkynna Lars og Heimir hvaða leikmenn fara með í leikina gegn Dönum og Grikkjum. Rúrik, sem verður 28 ára gamall á árinu, á að baki 37 landsleiki með Íslandi en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2009. Hann hefur verið fastamaður í hóp Lars og Heimis og metur stöðu sína góða fyrir EM þrátt fyrir meiðslin. „Ég met stöðuna þannig að ég hef lagt mitt af mörkum fyrir landsliðið undanfarin ár. Auðvitað er komin mun meiri samkeppni en hefur verið oft áður, en ég trúi á sjálfan mig og er staðráðinn í að vinna mér sæti í þessum hóp,“ sagði Rúrik. „Eins og flestum íslenskum knattspyrnumönnum langar mig að fara með á þetta mót. Það er bara undir mér komið að sýna að ég eigi heima þarna,“ sagði RúrikLars og Heimir velja næsta hóp á föstudaginn.Vísir/VilhelmYrði mjög svekktur „Ég ætla ekkert að skafa af því að ég yrði svekktur ef ég væri ekki valinn í landsliðið. Það yrði þá í fyrsta skipti í nokkur ár sem ég væri ekki valinn í landsliðið þegar ég er heill. Auðvitað yrði ég mjög svekktur en ég þarf bara að leggja hart að mér og sýna mönnum að ég á heima í þessum hóp,“ sagði Rúrik, en hvað þarf hann að gera til að komast aftur í landsliðið? „Fyrst og fremst að byrja að spila og spila vel. Ég held að það segi miklu meira heldur en að menn séu að tala alltof mikið. Ég held að það skili manni alltaf lengst, að sýna hlutina bara í verki inn á vellinum og vera ekki mikið að hringja í blaðamenn að fyrra bragði. Það er galdurinn,“ sagði Rúrik Gíslason. Rúrik leikur með Nürnberg í þýsku 2. deildinni en liðið er á fínum skriði og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Íslenski landsliðsmaðurinn átti að vera í leikmannahópnum um síðustu helgi en allt kom fyrir ekki. „Ég náði að æfa þrisvar sinnum í síðustu viku og þjálfarinn vildi hafa mig í hópnum um síðustu helgi en læknirinn vildi ekki samþykkja það,“ sagði hann. „Ég reikna með að vera í hópnum um næstu helgi. Mér líður eins og ég sé tilbúinn og hef hef verið að sýna á æfingum að ég er í góðu formi,“ sagði Rúrik Gíslason. Allt viðtalið má heyra hér að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira