Sema Erla gefur kost á sér í embætti varaformanns Samfylkingarinnar Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2016 10:27 Sema Erla Serdar er 29 ára stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum og Evrópurétti frá Edinborgarháskóla. Mynd/Aðsent Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem fram fer í júní næstkomandi. Í tilkynningu frá Semu Erlu segir að hún hafi ákveðið að taka þeim fjölmörgu áskorunum sem borist hafa og gefa kost á sér í embættið. Hún segist vilja leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að Samfylkingin skipi sér áfram fremst í flokki þegar kemur að baráttunni fyrir samfélagi sem byggi á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og samstöðu.Áskoranir „Hún vill stuðla að því að Samfylkinginn haldi áfram baráttunni fyrir jöfnuði, réttlæti og velferð, m.a. með áherslu á uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, aðgengilegri húnsæðismarkað, málefni ungra- og barnafjölskyldna sem og öryrkja og aldraðra. Sema Erla telur að íslenskt samfélag standi frammi fyrir mörgum áskorunum í dag. Hún vill að Samfylkingin taki forystu í baráttunni gegn vaxandi fordómum og þjóðernisrembingi og hafni samstarfi við stjórnmálaflokka sem ala á útlendingaandúð og mismunun vegna uppruna, þjóðernis, trúar, menningar eða annarra þátta sem einkenna líf og lífstíl einstaklinga. Sema Erla segir einnig að mikilvægt sé að tryggja aðkomu ungs fólks að ákvarðanatöku í samfélaginu og lýsir yfir áhyggjum af kosningaþátttöku ungs fólks. Hún tekur ekki undir þær raddir sem segja að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmálum heldur hafi ungt fólk ekki áhuga á úreltu stjórnmálakerfi, þrætupólitík og Alþingi sem endurspegli ekki á nokkurn hátt fjölbreytileikann í íslensku samfélagi. Hún segir þjóðina eiga að koma meira að ákvarðanatöku og vill m.a. að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins,“ segir í tilkynningunni.29 ára stjórnmálafræðingur Sema Erla er 29 ára stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum og Evrópurétti frá Edinborgarháskóla. Hún er í dag formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Sema Erla hefur setið í framkvæmdastjórn flokksins frá árinu 2013 og hefur auk þess tekið mikinn þátt í félagastarfi síðustu ár. Tengdar fréttir Samfylkingin: Kosið í öll embætti á landsfundi í júní Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram helgina 3. til 4. júní næstkomandi. 10. mars 2016 18:16 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjá meira
Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem fram fer í júní næstkomandi. Í tilkynningu frá Semu Erlu segir að hún hafi ákveðið að taka þeim fjölmörgu áskorunum sem borist hafa og gefa kost á sér í embættið. Hún segist vilja leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að Samfylkingin skipi sér áfram fremst í flokki þegar kemur að baráttunni fyrir samfélagi sem byggi á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og samstöðu.Áskoranir „Hún vill stuðla að því að Samfylkinginn haldi áfram baráttunni fyrir jöfnuði, réttlæti og velferð, m.a. með áherslu á uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, aðgengilegri húnsæðismarkað, málefni ungra- og barnafjölskyldna sem og öryrkja og aldraðra. Sema Erla telur að íslenskt samfélag standi frammi fyrir mörgum áskorunum í dag. Hún vill að Samfylkingin taki forystu í baráttunni gegn vaxandi fordómum og þjóðernisrembingi og hafni samstarfi við stjórnmálaflokka sem ala á útlendingaandúð og mismunun vegna uppruna, þjóðernis, trúar, menningar eða annarra þátta sem einkenna líf og lífstíl einstaklinga. Sema Erla segir einnig að mikilvægt sé að tryggja aðkomu ungs fólks að ákvarðanatöku í samfélaginu og lýsir yfir áhyggjum af kosningaþátttöku ungs fólks. Hún tekur ekki undir þær raddir sem segja að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmálum heldur hafi ungt fólk ekki áhuga á úreltu stjórnmálakerfi, þrætupólitík og Alþingi sem endurspegli ekki á nokkurn hátt fjölbreytileikann í íslensku samfélagi. Hún segir þjóðina eiga að koma meira að ákvarðanatöku og vill m.a. að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins,“ segir í tilkynningunni.29 ára stjórnmálafræðingur Sema Erla er 29 ára stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum og Evrópurétti frá Edinborgarháskóla. Hún er í dag formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Sema Erla hefur setið í framkvæmdastjórn flokksins frá árinu 2013 og hefur auk þess tekið mikinn þátt í félagastarfi síðustu ár.
Tengdar fréttir Samfylkingin: Kosið í öll embætti á landsfundi í júní Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram helgina 3. til 4. júní næstkomandi. 10. mars 2016 18:16 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjá meira
Samfylkingin: Kosið í öll embætti á landsfundi í júní Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram helgina 3. til 4. júní næstkomandi. 10. mars 2016 18:16