„Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2016 17:21 Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var ekki um nauðlendingu að ræða eða flugatvik og segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að engin hætta hafi verið á ferðum. „Í rauninni er hægt að fljúga vélinni svona en það er bara eðlilegt að lenda vélinni því stillingin á vængbörðunum var ekki rétt. Flugvirkjar komu og skoðuðu vélina og endurstilltu börðin,“ segir Árni í samtali við Vísi.Einhverjum farþegum mjög brugðið Um var að ræða vél sem fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10.36. Vísir ræddi við einn farþega í vélinni sem telur að vélin hafi verið búin að vera í um 40 mínútur í loftinu þegar lent var á Keflavíkurflugvelli. Að sögn farþegans var lendingin „mjög harkaleg“ og var einhverjum farþegum mjög brugðið. Árni segir að þegar stillingin á vængbörðunum sé eins og hún hafi verið á Bombardier-vélinni í dag þá þurfi lengri braut til að lenda og komið sé hraðar inn til lendingar en vanalega. Því geti farþegar upplifað lendinguna sem harkalega. Önnur vél kom á Keflavíkurflugvöll til að fljúga með farþegana áfram á áfangastað. Sá farþegi sem Vísir ræddi við segir að nokkrir farþegar hafi ekki haldið áfram með þeirri vél vegna þess að þeim var svo brugðið en samkvæmt upplýsingum frá Árna var einn farþegi sem hélt ekki áfram til Egilsstaða.Tvær aðrar Bombardier-vélar væntanlegar til landsins Vélin sem sótti farþegana á Keflavíkurflugvöll kom þangað klukkan 12.30 og lenti um klukkan 14 á Egilsstöðum í staðinn fyrir klukkan 12. Um töluverða seinkun var því að ræða fyrir farþegana. Bombardier-vélin sem lenda þurfti á Keflavíkurflugvelli í dag er af gerðinni Q400. Hún er sú fyrsta af þremur af þeirri gerð sem Flugfélag Íslands tekur í notkun á næstu misserum. Vélin kom til landsins fyrir tæpum mánuði. Eftir að búið var að endurstilla vængbörð vélarinnar í dag fór hún í áætlunarflug til Akureyrar síðdegis. Tengdar fréttir Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Nýja Bombardier-vélin væntanleg um þrjúleytið Fyrsta Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands, TF-FXI, er nú á leið til landsins. 24. febrúar 2016 12:15 Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. 23. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var ekki um nauðlendingu að ræða eða flugatvik og segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að engin hætta hafi verið á ferðum. „Í rauninni er hægt að fljúga vélinni svona en það er bara eðlilegt að lenda vélinni því stillingin á vængbörðunum var ekki rétt. Flugvirkjar komu og skoðuðu vélina og endurstilltu börðin,“ segir Árni í samtali við Vísi.Einhverjum farþegum mjög brugðið Um var að ræða vél sem fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10.36. Vísir ræddi við einn farþega í vélinni sem telur að vélin hafi verið búin að vera í um 40 mínútur í loftinu þegar lent var á Keflavíkurflugvelli. Að sögn farþegans var lendingin „mjög harkaleg“ og var einhverjum farþegum mjög brugðið. Árni segir að þegar stillingin á vængbörðunum sé eins og hún hafi verið á Bombardier-vélinni í dag þá þurfi lengri braut til að lenda og komið sé hraðar inn til lendingar en vanalega. Því geti farþegar upplifað lendinguna sem harkalega. Önnur vél kom á Keflavíkurflugvöll til að fljúga með farþegana áfram á áfangastað. Sá farþegi sem Vísir ræddi við segir að nokkrir farþegar hafi ekki haldið áfram með þeirri vél vegna þess að þeim var svo brugðið en samkvæmt upplýsingum frá Árna var einn farþegi sem hélt ekki áfram til Egilsstaða.Tvær aðrar Bombardier-vélar væntanlegar til landsins Vélin sem sótti farþegana á Keflavíkurflugvöll kom þangað klukkan 12.30 og lenti um klukkan 14 á Egilsstöðum í staðinn fyrir klukkan 12. Um töluverða seinkun var því að ræða fyrir farþegana. Bombardier-vélin sem lenda þurfti á Keflavíkurflugvelli í dag er af gerðinni Q400. Hún er sú fyrsta af þremur af þeirri gerð sem Flugfélag Íslands tekur í notkun á næstu misserum. Vélin kom til landsins fyrir tæpum mánuði. Eftir að búið var að endurstilla vængbörð vélarinnar í dag fór hún í áætlunarflug til Akureyrar síðdegis.
Tengdar fréttir Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Nýja Bombardier-vélin væntanleg um þrjúleytið Fyrsta Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands, TF-FXI, er nú á leið til landsins. 24. febrúar 2016 12:15 Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. 23. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Nýja Bombardier-vélin væntanleg um þrjúleytið Fyrsta Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands, TF-FXI, er nú á leið til landsins. 24. febrúar 2016 12:15
Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. 23. febrúar 2016 21:30