„Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2016 17:21 Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var ekki um nauðlendingu að ræða eða flugatvik og segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að engin hætta hafi verið á ferðum. „Í rauninni er hægt að fljúga vélinni svona en það er bara eðlilegt að lenda vélinni því stillingin á vængbörðunum var ekki rétt. Flugvirkjar komu og skoðuðu vélina og endurstilltu börðin,“ segir Árni í samtali við Vísi.Einhverjum farþegum mjög brugðið Um var að ræða vél sem fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10.36. Vísir ræddi við einn farþega í vélinni sem telur að vélin hafi verið búin að vera í um 40 mínútur í loftinu þegar lent var á Keflavíkurflugvelli. Að sögn farþegans var lendingin „mjög harkaleg“ og var einhverjum farþegum mjög brugðið. Árni segir að þegar stillingin á vængbörðunum sé eins og hún hafi verið á Bombardier-vélinni í dag þá þurfi lengri braut til að lenda og komið sé hraðar inn til lendingar en vanalega. Því geti farþegar upplifað lendinguna sem harkalega. Önnur vél kom á Keflavíkurflugvöll til að fljúga með farþegana áfram á áfangastað. Sá farþegi sem Vísir ræddi við segir að nokkrir farþegar hafi ekki haldið áfram með þeirri vél vegna þess að þeim var svo brugðið en samkvæmt upplýsingum frá Árna var einn farþegi sem hélt ekki áfram til Egilsstaða.Tvær aðrar Bombardier-vélar væntanlegar til landsins Vélin sem sótti farþegana á Keflavíkurflugvöll kom þangað klukkan 12.30 og lenti um klukkan 14 á Egilsstöðum í staðinn fyrir klukkan 12. Um töluverða seinkun var því að ræða fyrir farþegana. Bombardier-vélin sem lenda þurfti á Keflavíkurflugvelli í dag er af gerðinni Q400. Hún er sú fyrsta af þremur af þeirri gerð sem Flugfélag Íslands tekur í notkun á næstu misserum. Vélin kom til landsins fyrir tæpum mánuði. Eftir að búið var að endurstilla vængbörð vélarinnar í dag fór hún í áætlunarflug til Akureyrar síðdegis. Tengdar fréttir Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Nýja Bombardier-vélin væntanleg um þrjúleytið Fyrsta Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands, TF-FXI, er nú á leið til landsins. 24. febrúar 2016 12:15 Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. 23. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var ekki um nauðlendingu að ræða eða flugatvik og segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að engin hætta hafi verið á ferðum. „Í rauninni er hægt að fljúga vélinni svona en það er bara eðlilegt að lenda vélinni því stillingin á vængbörðunum var ekki rétt. Flugvirkjar komu og skoðuðu vélina og endurstilltu börðin,“ segir Árni í samtali við Vísi.Einhverjum farþegum mjög brugðið Um var að ræða vél sem fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10.36. Vísir ræddi við einn farþega í vélinni sem telur að vélin hafi verið búin að vera í um 40 mínútur í loftinu þegar lent var á Keflavíkurflugvelli. Að sögn farþegans var lendingin „mjög harkaleg“ og var einhverjum farþegum mjög brugðið. Árni segir að þegar stillingin á vængbörðunum sé eins og hún hafi verið á Bombardier-vélinni í dag þá þurfi lengri braut til að lenda og komið sé hraðar inn til lendingar en vanalega. Því geti farþegar upplifað lendinguna sem harkalega. Önnur vél kom á Keflavíkurflugvöll til að fljúga með farþegana áfram á áfangastað. Sá farþegi sem Vísir ræddi við segir að nokkrir farþegar hafi ekki haldið áfram með þeirri vél vegna þess að þeim var svo brugðið en samkvæmt upplýsingum frá Árna var einn farþegi sem hélt ekki áfram til Egilsstaða.Tvær aðrar Bombardier-vélar væntanlegar til landsins Vélin sem sótti farþegana á Keflavíkurflugvöll kom þangað klukkan 12.30 og lenti um klukkan 14 á Egilsstöðum í staðinn fyrir klukkan 12. Um töluverða seinkun var því að ræða fyrir farþegana. Bombardier-vélin sem lenda þurfti á Keflavíkurflugvelli í dag er af gerðinni Q400. Hún er sú fyrsta af þremur af þeirri gerð sem Flugfélag Íslands tekur í notkun á næstu misserum. Vélin kom til landsins fyrir tæpum mánuði. Eftir að búið var að endurstilla vængbörð vélarinnar í dag fór hún í áætlunarflug til Akureyrar síðdegis.
Tengdar fréttir Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Nýja Bombardier-vélin væntanleg um þrjúleytið Fyrsta Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands, TF-FXI, er nú á leið til landsins. 24. febrúar 2016 12:15 Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. 23. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Nýja Bombardier-vélin væntanleg um þrjúleytið Fyrsta Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands, TF-FXI, er nú á leið til landsins. 24. febrúar 2016 12:15
Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. 23. febrúar 2016 21:30