Viðskipti innlent

Tekjuafkoman neikvæð um 10,7 milljarða króna

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tekjuafkoma hins opinbera var lélegri árið 2015 en árið 2014.
Tekjuafkoma hins opinbera var lélegri árið 2015 en árið 2014.
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 10,7 milljarða króna árið 2015 eða 0,5 prósent af landsframleiðslu árið 2015. Til samanburðar var afkoman neikvæð um 1,2 milljarða króna árið 2014 eða 0,1 prósent af landsframleiðslu, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Tekjur hins opinbera námu um 931 milljarði króna og jukust um 2,7 prósent milli ára. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 42,2 prósent samanborið við 45,3 prósent árið 2014. Útgjöld hins opinbera voru 942 milljarðar króna 2015 eða 3,7 prósent meiri en 2014 en hlutfall þeirra af landsframleiðslu fór úr 45,3 prósent í 42,7 prósent.

Samkvæmt áætlun út frá greiðslutölum voru peningalegar eignir hins opinbera 52 prósent af landsframleiðslu í árslok 2015 meðan áætlað er að heildarskuldir hins opinbera hafi verið 98 prósent. Er þetta þriðja árið í röð þar sem hlutfall skulda hins opinbera fer lækkandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×