Ríkisstjórnin hafi sýnt kæruleysi þegar komi að málefnum ferðamanna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. maí 2016 15:35 Róbert Marshall Vísir/gva Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir Ísland ekki í stakk búið til þess að taka á móti öllum þeim fjölda ferðamanna sem búist sé við í sumar líkt og staðan sé nú. Stjórnvöld hafi látið lausatök og kæruleysi ráða för þegar komi að málefnum ferðamanna. Róbert lýsti yfir áhyggjum yfir stöðu mála á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt til þess að undirbúa eitt mesta ferðamannasumar sögunnar. Hann sagðist hafa farið á Þingvelli í gær til þess að skoða gjaldtökuna sem nýlega var tekin upp. Ástandið hafi verið langt frá því að vera gott. „Það er skemmst frá því að segja að bílastæðin við Hakið eru sprungin og það var stór löng biðröð við stöðumælinn þar sem menn greiða fyrir að leggja. Nú er það því miður þannig að það er gríðarlegur straumur á mjög marga ferðamannastaði, sem er jákvætt út af fyrir sig, en þeir eru ekki í stakk búnir til að taka á móti þessum mikla straumi,“ sagði Róbert. Hann sagði að ítrekað hafi verið bent á þetta, óskað eftir svörum og spurt um efndir en að ekkert bóli á lausnum. „Samgöngukerfi landsins liggur undir skemmdum. Sameiginlegar eignir okkar landsmanna í þeim infrastrúktúr eru að rýrna. Eignir okkar eru að rýrna á uppgangstíma vegna þess að ríkisstjórn Íslands hefur látið lausatök og kæruleysi vera einkennisorð sinnar stjórnartíðar. Það eru lausatök á öllum sviðum hins íslenska stjórnkerfis,“ sagði Róbert. Það sé að koma í ljós núna, enda séu Íslendingar algjörlega óundirbúnir til þess að taka við því sem við blasi. „Stærsta ferðasumar lýðveldissögunnar er fram undan.“ Alþingi Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir Ísland ekki í stakk búið til þess að taka á móti öllum þeim fjölda ferðamanna sem búist sé við í sumar líkt og staðan sé nú. Stjórnvöld hafi látið lausatök og kæruleysi ráða för þegar komi að málefnum ferðamanna. Róbert lýsti yfir áhyggjum yfir stöðu mála á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt til þess að undirbúa eitt mesta ferðamannasumar sögunnar. Hann sagðist hafa farið á Þingvelli í gær til þess að skoða gjaldtökuna sem nýlega var tekin upp. Ástandið hafi verið langt frá því að vera gott. „Það er skemmst frá því að segja að bílastæðin við Hakið eru sprungin og það var stór löng biðröð við stöðumælinn þar sem menn greiða fyrir að leggja. Nú er það því miður þannig að það er gríðarlegur straumur á mjög marga ferðamannastaði, sem er jákvætt út af fyrir sig, en þeir eru ekki í stakk búnir til að taka á móti þessum mikla straumi,“ sagði Róbert. Hann sagði að ítrekað hafi verið bent á þetta, óskað eftir svörum og spurt um efndir en að ekkert bóli á lausnum. „Samgöngukerfi landsins liggur undir skemmdum. Sameiginlegar eignir okkar landsmanna í þeim infrastrúktúr eru að rýrna. Eignir okkar eru að rýrna á uppgangstíma vegna þess að ríkisstjórn Íslands hefur látið lausatök og kæruleysi vera einkennisorð sinnar stjórnartíðar. Það eru lausatök á öllum sviðum hins íslenska stjórnkerfis,“ sagði Róbert. Það sé að koma í ljós núna, enda séu Íslendingar algjörlega óundirbúnir til þess að taka við því sem við blasi. „Stærsta ferðasumar lýðveldissögunnar er fram undan.“
Alþingi Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira