Innlent

Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Keflavíkurflugvöllur
Keflavíkurflugvöllur Vísir/Anton
Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt á milli tvö og sjö. Tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt eru veikir og ekki fást flugumferðarstjórar til afleysinga vegna yfirvinnubanns.

Á meðan takmarkast flug til og frá flugvellinum við sjúkra- og neyðarflug. Tuttugu vélar eru áætlaðar til komu frá Norður-Ameríku og sjö til brottfarar til Evrópu á meðan á takmörkuninni stendur en búast má við röskunum á áætlunum flugfélaga í kjölfarið.

Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi í byrjun apríl og er liður í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar.

Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum.


Tengdar fréttir

Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll

Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×