Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. maí 2016 14:59 Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. vísir/daníel Félag íslenskra rannsóknarlögreglumanna leggst gegn því að frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á lögreglulögum verði samþykkt óbreytt. Lögreglunám verður fært á háskólastig frá og með næsta hausti og Lögregluskóli ríkisins lagður niður verði frumvarpið að lögum.Þetta kemur fram í umsögn félagsins við frumvarpið. Þar segir að nauðsynlegt sé að vinna breytingarnar yfir lengri tíma og að ekki sé aðkallandi að nám hefjist strax. Skyndilegar umbreytingar hafi gjarnan verið leið íslenskra stjórnvalda og stjórnmálamanna án þess að hugað sé nægilega að öllum þáttum. Lagt er til að háskólanám fyrir íslenska lögreglumenn hefjist að fullu haustið 2020. Á meðan eigi að sinna undirbúningi náms og skipulagi í samvinnu við starfsmenn Lögregluskólans og aðra. Þá telur félagið hvorki nauðsynlegt né tímabært að leggja Lögregluskólann niður, heldur þurfi að styðja hann og styrkja hann. Skólinn sinni mikilvægu hlutverki hvað varðar framhaldsmenntun enda þurfi lögreglumenn í sífellt meiri mæli að sækja sér þjálfun og kunnáttu í starfi. Jafnframt fer félagið fram á það að gætt verði að því að þeir starfsmenn skólans, verði þeir færðir, hljóti eins og aðrir starfsmenn í sambærilegum breytingum, störf innan lögreglu og haldi réttindum sínum og starfsstigi. Full þörf sé á reynslu þeirra og kunnáttu.Auðn blasi við í lögregluliðum landsins Landssamband lögreglumanna gerir í umsögn sinni skýlausa kröfu um að lögreglumönnum sem starfa við Lögregluskólann verði gefinn kostur á flutningi yfir í hið nýja menntunar- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. Þá lýsir sambandið yfir áhyggjum, í ljósi þess hve bratt er farið í því að ætla að koma hinu nýja fyrirkomulagi um menntun lögreglumanna í framkvæmd, að það horfi í raun við auðn í lögregluliðum landsins. Ljóst sé að þær aukafjárveitingar sem settar hafi verið inn í málaflokkinn á umliðnum árum hafi ekki skilað sér að því marki sem þeim hafi verið ætlað, til dæmis þegar komi að fjölgun lögreglumanna. Sambandið segist hafa upplýsingar um það að þó nokkur fjöldi lögreglumanna sé þessi misserin við nám sem miða að því að þeir sæki um og fái önnur og mun betur launuð störf en bjóðast við löggæslu. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Félag íslenskra rannsóknarlögreglumanna leggst gegn því að frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á lögreglulögum verði samþykkt óbreytt. Lögreglunám verður fært á háskólastig frá og með næsta hausti og Lögregluskóli ríkisins lagður niður verði frumvarpið að lögum.Þetta kemur fram í umsögn félagsins við frumvarpið. Þar segir að nauðsynlegt sé að vinna breytingarnar yfir lengri tíma og að ekki sé aðkallandi að nám hefjist strax. Skyndilegar umbreytingar hafi gjarnan verið leið íslenskra stjórnvalda og stjórnmálamanna án þess að hugað sé nægilega að öllum þáttum. Lagt er til að háskólanám fyrir íslenska lögreglumenn hefjist að fullu haustið 2020. Á meðan eigi að sinna undirbúningi náms og skipulagi í samvinnu við starfsmenn Lögregluskólans og aðra. Þá telur félagið hvorki nauðsynlegt né tímabært að leggja Lögregluskólann niður, heldur þurfi að styðja hann og styrkja hann. Skólinn sinni mikilvægu hlutverki hvað varðar framhaldsmenntun enda þurfi lögreglumenn í sífellt meiri mæli að sækja sér þjálfun og kunnáttu í starfi. Jafnframt fer félagið fram á það að gætt verði að því að þeir starfsmenn skólans, verði þeir færðir, hljóti eins og aðrir starfsmenn í sambærilegum breytingum, störf innan lögreglu og haldi réttindum sínum og starfsstigi. Full þörf sé á reynslu þeirra og kunnáttu.Auðn blasi við í lögregluliðum landsins Landssamband lögreglumanna gerir í umsögn sinni skýlausa kröfu um að lögreglumönnum sem starfa við Lögregluskólann verði gefinn kostur á flutningi yfir í hið nýja menntunar- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. Þá lýsir sambandið yfir áhyggjum, í ljósi þess hve bratt er farið í því að ætla að koma hinu nýja fyrirkomulagi um menntun lögreglumanna í framkvæmd, að það horfi í raun við auðn í lögregluliðum landsins. Ljóst sé að þær aukafjárveitingar sem settar hafi verið inn í málaflokkinn á umliðnum árum hafi ekki skilað sér að því marki sem þeim hafi verið ætlað, til dæmis þegar komi að fjölgun lögreglumanna. Sambandið segist hafa upplýsingar um það að þó nokkur fjöldi lögreglumanna sé þessi misserin við nám sem miða að því að þeir sæki um og fái önnur og mun betur launuð störf en bjóðast við löggæslu.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira