Árni Páll segir Davíð hafa blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2016 23:16 Davíð Oddssson og Árni Páll Árnason árið 2008. Vísir/Stefán Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Davíð Oddsson hafa „blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi“ þegar hann kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. Árni Páll segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni í tilefni af fréttum kvöldsins um vitnisburð Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra í Seðlabankanum, sem hann gaf í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 og greint er frá nú. Árni Páll var þingmaður á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett og Davíð seðlabankastjóri. „Allir í herberginu – mikill fjöldi gesta og fullsetið meðal nefndarmanna – voru slegnir yfir atburðum dagsins. Aðeins einn maður virtist algerlega laus við að skilja þá vá sem að steðjaði og dóseraði með fullkomlega óviðeigandi bröndurum um eigið ágæti og feril: „Þetta er nú í fyrsta sinn sem ég mæti á fund í þingnefnd, hafandi verið þingmaður og ráðherra í 14 ár, hahahaha!“ og kór fylgdarsveina og flokksbræðra hló hinum taugaveiklaða meðvirknishlátri sem alltaf fylgdi bröndurum Davíðs á gullaldarárum hans,“ rifjar Árni Páll upp. „Svo kom að umfjöllun um efnisatriði málsins. Þá óð á súðum hjá seðlabankastjóranum og við fengum að heyra hversu gríðarlega traust veð hann hefði tekið fyrir láninu til Kaupþings fyrr um daginn „ekki bara í einhverjum bréfum heldur er allur bankinn að veði, allur bankinn, sko!“ Nú getur vel verið að Davíð hafi alltaf vitað að þessir fjármunir myndu tapast. Og kannski upplýsti hann Geir H. Haarde um það – við höfum í sjálfu sér bara orð Sturlu Pálssonar fyrir því á þessu stigi, eins og ég skil fréttir kvöldsins. En Davíð leyndi þá alla vega Alþingi þeirri vitneskju og blekkti þing og þjóð þegar mest á reyndi,“ segir Árni Páll.Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Árni Páll sagður hafa átt sæti í ríkisstjórn á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett. Það er ekki rétt. Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Davíð Oddsson hafa „blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi“ þegar hann kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. Árni Páll segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni í tilefni af fréttum kvöldsins um vitnisburð Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra í Seðlabankanum, sem hann gaf í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 og greint er frá nú. Árni Páll var þingmaður á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett og Davíð seðlabankastjóri. „Allir í herberginu – mikill fjöldi gesta og fullsetið meðal nefndarmanna – voru slegnir yfir atburðum dagsins. Aðeins einn maður virtist algerlega laus við að skilja þá vá sem að steðjaði og dóseraði með fullkomlega óviðeigandi bröndurum um eigið ágæti og feril: „Þetta er nú í fyrsta sinn sem ég mæti á fund í þingnefnd, hafandi verið þingmaður og ráðherra í 14 ár, hahahaha!“ og kór fylgdarsveina og flokksbræðra hló hinum taugaveiklaða meðvirknishlátri sem alltaf fylgdi bröndurum Davíðs á gullaldarárum hans,“ rifjar Árni Páll upp. „Svo kom að umfjöllun um efnisatriði málsins. Þá óð á súðum hjá seðlabankastjóranum og við fengum að heyra hversu gríðarlega traust veð hann hefði tekið fyrir láninu til Kaupþings fyrr um daginn „ekki bara í einhverjum bréfum heldur er allur bankinn að veði, allur bankinn, sko!“ Nú getur vel verið að Davíð hafi alltaf vitað að þessir fjármunir myndu tapast. Og kannski upplýsti hann Geir H. Haarde um það – við höfum í sjálfu sér bara orð Sturlu Pálssonar fyrir því á þessu stigi, eins og ég skil fréttir kvöldsins. En Davíð leyndi þá alla vega Alþingi þeirri vitneskju og blekkti þing og þjóð þegar mest á reyndi,“ segir Árni Páll.Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Árni Páll sagður hafa átt sæti í ríkisstjórn á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett. Það er ekki rétt.
Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32
Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30
Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04