Innlent

Stefán Karl útskrifaður af Landspítalanum

Atli Ísleifsson skrifar
Stefán Karl Stefánsson og eiginkona hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Stefán Karl Stefánsson og eiginkona hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Vísir/GVA
Stefán Karl Stefánsson leikari útskrifaðist í dag frá deild 13G á Landspítalanum þar sem hann hefur dvalið allt frá því að hann gekkst undir aðgerð þann 4. október síðastliðinn.

Stefán Karl segir í opinni færslu á Facebook að nú taki við sex til átta vikna tímabil þar sem hann verður heima og jafnar sig áður en áframhaldandi meðferð hefst.

Leikarinn gekkst undir flókna og erfiða aðgerð eftir að hafa greinst með mein í brishöfði. Aðgerðin gekk að óskum.

Stefán Karl segist þakklátur starfsfólki Landspítalans fyrir frábæra umönnun, fagmennsku og óeigingjarnt starf enda hefði hann ekki getað komist í gegnum þessa lífsreynslu án nokkurra þeirra.

„Við erum ekki bara heppin að vera uppi á tímum þar sem það er hægt að lækna mann heldur að búa í heimshluta þar sem það er sjálfsagður hlutur.

Verum þakklát fyrir hvern dag sem við fáum og verum góð hvert við annað, þá er allt svo miklu auðveldara.

Takk fyrir allar kveðjurnar, allan stuðninginn og hlýju kveðjurnar það er ómetanlegt að eiga ykkur að kæru samlandar mínir nær og fjær.

Hafið það gott og við kannski sjáumst á röltinu hvað á hverju,“ segir Stefán Karl í færslunni.


Tengdar fréttir

Stefán Karl þakkar fyrir stuðninginn

"Samhugurinn er svo máttugt afl að mig hafði aldrei órað fyrir áhrifunum fyrr en nú þegar ég reyni það á eigin skinni,“ segir leikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×