„Við vitum alveg hvað hefði komið í veg fyrir bæði þessi slys“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2016 10:04 Ólafur Guðmundsson er tæknistjóri hjá EuroRAP, sem annast öryggisúttektir vegakerfa í Evrópu og er varaformaður FÍB. Ólafur Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggismálum, segir slysin tvö á Reykjanesbraut á mánudag hafa verið fyrirséð. Öllum sé ljóst hvað hefði komið í veg fyrir þau. „Við vitum alveg hvað hefði komið í veg fyrir þessi slys og það er að það væri miðjuskipting þarna. Það væri að hafa vegrið í miðjunni, eða tvöföldun með vegrið í miðjunni. Þetta er það sem skiptir máli og við erum búin að vita þetta lengi,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tvö alvarleg umferðarslys urðu á Reykjanesbraut á mánudag. Annað þeirra varð þegar tveir bílar skullu saman við Rósaselstorg með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust. Hitt varð í árekstri lögreglubifhjóls og bifreiðar við Áslandshverfi í Hafnarfirði þegar lögregla og sjúkralið óku forgangsakstur með ökumann bílsins úr slysinu við Rósaselstorg.Taki tvær vikur að bæta úr ástandinu „Það er margt búið að dynja á Reykjanesbrautinni, allt meira og minna fyrirséð,“ segir Ólafur og bendir á að kaflinn frá Kaplakrika á Reykjanesbraut að flugstöðinni sé fimmti slysamesti vegakafli landsins. Hægt sé að bæta úr ástandinu með einföldum hætti. „Ljósastaurarnir eru ekki af viðurkenndri gerð. Það er búið að slökkva á öðrum hverjum staur þannig að þeir eru ekki til neins nema bara keyra á þá. En það sem við gætum gert strax er að laga þessa tvo kafla til endanna og setja bara hreinlega vegrið eða vír í miðjuna og banna framúrakstur þar sem öll þessi slys eru. Það getum við gert á hálfum mánuði, þremur vikum,“ segir hann. „Við ættum að banna vinstri beygjurnar sem eru fyrir ofan Reykjanesbæ þannig að menn verði bara að nota hringtorgin ef þeir ætla að fara inn í Reykjanesbæ. Við ættum líka að gera það sama Hafnarfjarðarmegin, það er frá Straumi að álverinu og alveg inn að hæðinni þar sem slysið varð á mánudag.“ Ólafur segir jafnframt að fræða þurfi fólk og hvetur fólk jafnframt til þess að þrýsta á stjórnvöld að grípa til aðgerða. „Slysið sem átti sér stað, þar sem lögreglumaðurinn og sjúkrabíllinn áttu í hlut, þar voru bara röng viðbrögð almennings við því sem var í gangi," útskýrir Ólafur, sem er sérfræðingur hjá EuroRAP, sem annast öryggisúttektir vegakerfa í Evrópu.Hlusta má á viðtalið við Ólaf í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á. 18. október 2016 12:00 Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði. 17. október 2016 13:15 Banaslys á Suðurnesjum Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. 17. október 2016 17:28 Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri og bíll rákust saman. 17. október 2016 15:59 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ólafur Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggismálum, segir slysin tvö á Reykjanesbraut á mánudag hafa verið fyrirséð. Öllum sé ljóst hvað hefði komið í veg fyrir þau. „Við vitum alveg hvað hefði komið í veg fyrir þessi slys og það er að það væri miðjuskipting þarna. Það væri að hafa vegrið í miðjunni, eða tvöföldun með vegrið í miðjunni. Þetta er það sem skiptir máli og við erum búin að vita þetta lengi,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tvö alvarleg umferðarslys urðu á Reykjanesbraut á mánudag. Annað þeirra varð þegar tveir bílar skullu saman við Rósaselstorg með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust. Hitt varð í árekstri lögreglubifhjóls og bifreiðar við Áslandshverfi í Hafnarfirði þegar lögregla og sjúkralið óku forgangsakstur með ökumann bílsins úr slysinu við Rósaselstorg.Taki tvær vikur að bæta úr ástandinu „Það er margt búið að dynja á Reykjanesbrautinni, allt meira og minna fyrirséð,“ segir Ólafur og bendir á að kaflinn frá Kaplakrika á Reykjanesbraut að flugstöðinni sé fimmti slysamesti vegakafli landsins. Hægt sé að bæta úr ástandinu með einföldum hætti. „Ljósastaurarnir eru ekki af viðurkenndri gerð. Það er búið að slökkva á öðrum hverjum staur þannig að þeir eru ekki til neins nema bara keyra á þá. En það sem við gætum gert strax er að laga þessa tvo kafla til endanna og setja bara hreinlega vegrið eða vír í miðjuna og banna framúrakstur þar sem öll þessi slys eru. Það getum við gert á hálfum mánuði, þremur vikum,“ segir hann. „Við ættum að banna vinstri beygjurnar sem eru fyrir ofan Reykjanesbæ þannig að menn verði bara að nota hringtorgin ef þeir ætla að fara inn í Reykjanesbæ. Við ættum líka að gera það sama Hafnarfjarðarmegin, það er frá Straumi að álverinu og alveg inn að hæðinni þar sem slysið varð á mánudag.“ Ólafur segir jafnframt að fræða þurfi fólk og hvetur fólk jafnframt til þess að þrýsta á stjórnvöld að grípa til aðgerða. „Slysið sem átti sér stað, þar sem lögreglumaðurinn og sjúkrabíllinn áttu í hlut, þar voru bara röng viðbrögð almennings við því sem var í gangi," útskýrir Ólafur, sem er sérfræðingur hjá EuroRAP, sem annast öryggisúttektir vegakerfa í Evrópu.Hlusta má á viðtalið við Ólaf í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á. 18. október 2016 12:00 Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði. 17. október 2016 13:15 Banaslys á Suðurnesjum Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. 17. október 2016 17:28 Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri og bíll rákust saman. 17. október 2016 15:59 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á. 18. október 2016 12:00
Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði. 17. október 2016 13:15
Banaslys á Suðurnesjum Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. 17. október 2016 17:28
Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri og bíll rákust saman. 17. október 2016 15:59