Þrettán tíma seinkun hjá Wow Air: Aðeins helmingur farþega komst með til Amsterdam Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2016 14:06 Ein af farþegaþotum Wow Air. Vísir/Vilhelm Um það bil eitt hundrað manns hafa beðið í rúma átta klukkutíma eftir að komast með áætlunarflugi Wow Air frá Keflavíkurflugvelli til Amsterdam í Hollandi. Tæplega þrjú hundruð manns áttu bókað far með Airbus-þotu flugfélagsins en áætluð brottför hennar var klukkan 6 í morgun. Farþegar voru að tínast inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í nótt en þá fengu margir þeirra þau svör við innritun að þeir hefðu verið færðir í annað flug sem átti að fara á hádegi. Því flugi var síðar seinkað til klukkan sjö í kvöld, þrettán tímum eftir fyrirhugaða brottför. Mikill hiti var í farþegum á Keflavíkurflugvelli og mátti heyra öskur og læti á köflum þegar reynt var að fá svör frá starfsfólki Keflavíkurflugvallar vegna málsins. Nú hafa farþegarnir fengið að vita að mistökin lágu í því að Airbus-þota Wow Air sem tekur tæplega 300 manns í sæti fékk ekki brottfararleyfi í morgun og var því rúmlega helmingur farþeganna tekinn með minni þotu flugfélagsins.Bíða eftir að komast með þotunni sem átti að fara í morgun Því bíða nú um 100 farþegar eftir að komast með Airbus-þotu Wow Air, sem tekur tæplega 300 manns í sæti, til Amsterdam. Staðfest brottför er klukkan sjö í kvöld, ef marka má upplýsingar sem eru að finna um flugið á vef Keflavíkurflugvallar. Ef farþegarnir hundrað sem nú bíða komast með vélinni klukkan sjö í kvöld þá munu þeir hafa beðið í um 13 klukkustundir eftir fluginu til Amsterdam. Ekki náðist í fulltrúa Wow Air vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Missa af tengiflugiDæmi eru um að farþegar hafi misst af tengiflugi vegna þessarar seinkunar, líkt og stjórnmálafræðiprófessorinn Ólafur Þ. Harðarson.Réttindi flugfarþega Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 31 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, rúmar 49 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, rúmar 74 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Sjá meira
Um það bil eitt hundrað manns hafa beðið í rúma átta klukkutíma eftir að komast með áætlunarflugi Wow Air frá Keflavíkurflugvelli til Amsterdam í Hollandi. Tæplega þrjú hundruð manns áttu bókað far með Airbus-þotu flugfélagsins en áætluð brottför hennar var klukkan 6 í morgun. Farþegar voru að tínast inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í nótt en þá fengu margir þeirra þau svör við innritun að þeir hefðu verið færðir í annað flug sem átti að fara á hádegi. Því flugi var síðar seinkað til klukkan sjö í kvöld, þrettán tímum eftir fyrirhugaða brottför. Mikill hiti var í farþegum á Keflavíkurflugvelli og mátti heyra öskur og læti á köflum þegar reynt var að fá svör frá starfsfólki Keflavíkurflugvallar vegna málsins. Nú hafa farþegarnir fengið að vita að mistökin lágu í því að Airbus-þota Wow Air sem tekur tæplega 300 manns í sæti fékk ekki brottfararleyfi í morgun og var því rúmlega helmingur farþeganna tekinn með minni þotu flugfélagsins.Bíða eftir að komast með þotunni sem átti að fara í morgun Því bíða nú um 100 farþegar eftir að komast með Airbus-þotu Wow Air, sem tekur tæplega 300 manns í sæti, til Amsterdam. Staðfest brottför er klukkan sjö í kvöld, ef marka má upplýsingar sem eru að finna um flugið á vef Keflavíkurflugvallar. Ef farþegarnir hundrað sem nú bíða komast með vélinni klukkan sjö í kvöld þá munu þeir hafa beðið í um 13 klukkustundir eftir fluginu til Amsterdam. Ekki náðist í fulltrúa Wow Air vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Missa af tengiflugiDæmi eru um að farþegar hafi misst af tengiflugi vegna þessarar seinkunar, líkt og stjórnmálafræðiprófessorinn Ólafur Þ. Harðarson.Réttindi flugfarþega Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 31 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, rúmar 49 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, rúmar 74 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Sjá meira