Smári segir ásakanir um ósannsögli byggðar á misskilningi Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. október 2016 18:30 Smári McCarthy oddviti Pírata í Suðurkjördæmi segir ásakanir um að hann hafi sagt ósatt um menntun sína byggðar á misskilningi. Hann segist ekki vita nákvæmlega hversu miklu af stærðifræðinámi sínu hann hafi lokið. Smári er sakaður um að hafa farið rangt með upplýsingar um menntun sína á samskiptamiðlinum Linked-In en draga má þá ályktun í ferilskrá hans að hann hafi lokið BS-gráðu í stærðfræði en hann lauk aldrei náminu. Í titlinum var hann hins vegar sagður stærðfræðinemi. „Það stendur efst á síðunni, sem ég reyndi að loka fyrir nokkrum árum að ég hafi verið nemi í stærðfræði. Ég hef sennilega sett þetta inn, náttúrulega Linkded-in er mjög leiðinlega úfullkomið að mörgu leyti. Ég hef sennilega sett inn áætlaðan tíma sem ég ætlaði að vera í námi. Svo úreldist það. Í rauninni er ég ekki halda neinu fram þarna eða það var allavega ekki ætlunin.“ Hinn 1. júlí á þessu ári birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem segir að Smári McCarthy stærðfræðingur og vefhönnuður bjóði sig fram í fyrsta sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Svona fréttir eiga yfirleitt rætur í tilkynningum frá flokkum og frambjóðendunum sjálfum. En ekki liggur fyrir hvers vegna hann var titlaður með þessum hætti í Morgunblaðinu. Smári segist ekki vita hvað hann hafi klárað mikið í þessu námi. „Ég er ekki með einingarnar alveg á hreinu. Ég veit að ég var búinn með ágætlega mikið af einingum. En það voru ákveðnir kjarnakúrsar í stærðfræðináminu sem ég var ekki búinn að klára.“Færsla úr ferilskrá Smára McCarthy af Llinked-in.En á samfélagsmiðlum fullyrti Smári að hann hefði átt lítið eftir af náminu. „ég átti ekki mikið eftir,“ sagði hann. Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði og frambjóðandi Viðreisnar hefur furðað sig á þessu en hún segir að Smári hafi aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina í náminu.Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði furðaði sig á því hvers vegna Smári hefði sagt að hann ætti lítið eftir af náminu.Sigrún Helga sagði við Smára: „Smári, hvernig getur þú sagt að þú hafir átt lítið eftir til að klára stærðfræði? Ég veit ekki betur en að þú hafir aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina. Hins vegar varstu mjög duglegur að bulla um stærðfræði á Wikipedia, þrátt fyrir að hafa kolfallið í þeim kúrsum sem viðkomandi efni fjallaði um. Afraksturinn var ranghugmyndir hjá nemendum og fyrir vikið hafa ófáir stærðfræðikennarar blótað þér í sand og ösku, eins og þú veist af.“Sigrún Helga Lund segir að þú hafir verið að bulla um stærðfræði á Wikipedia þrátt fyrir að hafa fallið í umræddum kúrsum. Varstu að tjá þig um stærðfræðikúrsa eftir að þú hafðir fallið í þeim? „Ég veit það ekki. Nei, sennilega ekki af því ég skrifaði þetta upp eftir kúrsum meðan ég var í kúrsunum.“ Smári segir að sér þyki leitt ef þetta hafi valdið vandræðum hjá nemendum í stærðfræði. „Ef ég hef skapað einhvern mikinn rugling þá biðst ég afsökunar á því. Það var alls ekki tilgangurinn.“ Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Smári McCarthy oddviti Pírata í Suðurkjördæmi segir ásakanir um að hann hafi sagt ósatt um menntun sína byggðar á misskilningi. Hann segist ekki vita nákvæmlega hversu miklu af stærðifræðinámi sínu hann hafi lokið. Smári er sakaður um að hafa farið rangt með upplýsingar um menntun sína á samskiptamiðlinum Linked-In en draga má þá ályktun í ferilskrá hans að hann hafi lokið BS-gráðu í stærðfræði en hann lauk aldrei náminu. Í titlinum var hann hins vegar sagður stærðfræðinemi. „Það stendur efst á síðunni, sem ég reyndi að loka fyrir nokkrum árum að ég hafi verið nemi í stærðfræði. Ég hef sennilega sett þetta inn, náttúrulega Linkded-in er mjög leiðinlega úfullkomið að mörgu leyti. Ég hef sennilega sett inn áætlaðan tíma sem ég ætlaði að vera í námi. Svo úreldist það. Í rauninni er ég ekki halda neinu fram þarna eða það var allavega ekki ætlunin.“ Hinn 1. júlí á þessu ári birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem segir að Smári McCarthy stærðfræðingur og vefhönnuður bjóði sig fram í fyrsta sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Svona fréttir eiga yfirleitt rætur í tilkynningum frá flokkum og frambjóðendunum sjálfum. En ekki liggur fyrir hvers vegna hann var titlaður með þessum hætti í Morgunblaðinu. Smári segist ekki vita hvað hann hafi klárað mikið í þessu námi. „Ég er ekki með einingarnar alveg á hreinu. Ég veit að ég var búinn með ágætlega mikið af einingum. En það voru ákveðnir kjarnakúrsar í stærðfræðináminu sem ég var ekki búinn að klára.“Færsla úr ferilskrá Smára McCarthy af Llinked-in.En á samfélagsmiðlum fullyrti Smári að hann hefði átt lítið eftir af náminu. „ég átti ekki mikið eftir,“ sagði hann. Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði og frambjóðandi Viðreisnar hefur furðað sig á þessu en hún segir að Smári hafi aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina í náminu.Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði furðaði sig á því hvers vegna Smári hefði sagt að hann ætti lítið eftir af náminu.Sigrún Helga sagði við Smára: „Smári, hvernig getur þú sagt að þú hafir átt lítið eftir til að klára stærðfræði? Ég veit ekki betur en að þú hafir aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina. Hins vegar varstu mjög duglegur að bulla um stærðfræði á Wikipedia, þrátt fyrir að hafa kolfallið í þeim kúrsum sem viðkomandi efni fjallaði um. Afraksturinn var ranghugmyndir hjá nemendum og fyrir vikið hafa ófáir stærðfræðikennarar blótað þér í sand og ösku, eins og þú veist af.“Sigrún Helga Lund segir að þú hafir verið að bulla um stærðfræði á Wikipedia þrátt fyrir að hafa fallið í umræddum kúrsum. Varstu að tjá þig um stærðfræðikúrsa eftir að þú hafðir fallið í þeim? „Ég veit það ekki. Nei, sennilega ekki af því ég skrifaði þetta upp eftir kúrsum meðan ég var í kúrsunum.“ Smári segir að sér þyki leitt ef þetta hafi valdið vandræðum hjá nemendum í stærðfræði. „Ef ég hef skapað einhvern mikinn rugling þá biðst ég afsökunar á því. Það var alls ekki tilgangurinn.“
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira