„Aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2016 09:45 Ólafur Gottskálksson var í opinskáu viðtali á Bítinu í síðustu viku. Vísir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að embættinu hafi ekki borist neinar athugasemdir vegna handtöku Ólafs Gottskálkssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar og atvinnumanns í knattspyrnu, í Reykjanesbæ á dögunum.Stundin greindi frá því á mánudag að Ólafur hefði verið fluttur í skyndi frá meðferðarstofnuninni Vogi á laugardaginn, þangað sem hann fór í meðferð, á bráðamóttöku Landspítalans vegna innvortis blæðinga í kjölfar handtöku hans í vikunni á undan. Hann hefði greinst með brotið rifbein og innvortis blæðingu í kringum nýrun.Lögreglumenn óku tvívegis utan í bíl Ólafs til að hefta för hans.Vísir/PjeturMeð fimm ára barn í aftursætinu Ólafur skýrði frá því í Bítinu á Bylgjunni þann 3. ágúst að hann hefði verið handtekinn seint í júlí eftir að hafa flúið undan lögreglu. Lögreglu höfðu borist ábendingar um að Ólafur væri undir áhrifum undir stýri en fimm ára barn hans var í aftursætinu. „Lögreglan keyrir tvisvar sinnum utan í bilinn til að fá mig til að stöðva. Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt þar sem þeir handtaka mig,“ sagði Ólafur í viðtalinu. Ólafur hefur glímt við fíkniefnadjöfulinn í töluverðan tíma, fór í sína fyrstu fíkniefnameðferð árið 1995 og flúði meðal annars atvinnumennsku á Englandi þegar hann var á mála hjá Torquay árið 2005. Ástæðan var sú að kalla átti hann í lyfjapróf og hann vissi vel að niðurstaðan úr því yrði ekki góð. Hann náði að taka til í sínum málum fyrir nokkrum árum en féll á nýjan leik. Botninum var svo náð með handtöku lögreglu á dögunum, með soninn í aftursætinu.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Engar athugsemdir á borð lögreglu Markvörðurinn minntist ekki á harðræði lögreglu í viðtalinu í Bítinu en Stundin greinir frá því að þeir sem standi Ólafi næst telji lögreglumenn hafa beitt óþarfa harðræði við handtökuna. Bæði hafi þeir beitt kylfum þegar þeir handtóku hann, mótþróalaust að því er segir í umfjölluninni, og sömuleiðis notast við kylfur eftir að Ólafur var kominn í handjárn. Þá hefur Stundin heimildir fyrir því að upptaka sé til af handtökunni. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir málið í rannsókn og alla þætti þess eigi eftir að skoða. Aðspurður segir hann engar athugasemdir hafa borist inn á borð lögreglunnar vegna handtökunnar. „Eins og venjulega er aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru,“ segir lögreglustjórinn í samtali við Vísi.Ólafur var ekki aðeins framúrskarandi knattspyrnumarkvörður heldur einnig góður körfuboltamaður.Skilur ekki ákvörðun sína Ólafur Gottskálksson lýsti samskiptum sínum við lögreglu þennan mánudagsmorgun þannig að hann hafi orðið var við lögregluna á leiðinni á leikskóla sonar síns, sem er í um 700 metra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þeir voru að fylgjast með mér. Ég er beðinn um að stöðva, en tek þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva ekki. Ég næ því ekki enn í dag. Ég er 48 ára gamall og þetta hef ég aldrei áður á ævinni gert.“ Lögreglan elti Ólaf og keyrði tvívegis utan í bílinn til að þvinga hann til að stöðva. „Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt. Þar stöðva ég og þeir handtaka mig.“ Tengdar fréttir Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að embættinu hafi ekki borist neinar athugasemdir vegna handtöku Ólafs Gottskálkssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar og atvinnumanns í knattspyrnu, í Reykjanesbæ á dögunum.Stundin greindi frá því á mánudag að Ólafur hefði verið fluttur í skyndi frá meðferðarstofnuninni Vogi á laugardaginn, þangað sem hann fór í meðferð, á bráðamóttöku Landspítalans vegna innvortis blæðinga í kjölfar handtöku hans í vikunni á undan. Hann hefði greinst með brotið rifbein og innvortis blæðingu í kringum nýrun.Lögreglumenn óku tvívegis utan í bíl Ólafs til að hefta för hans.Vísir/PjeturMeð fimm ára barn í aftursætinu Ólafur skýrði frá því í Bítinu á Bylgjunni þann 3. ágúst að hann hefði verið handtekinn seint í júlí eftir að hafa flúið undan lögreglu. Lögreglu höfðu borist ábendingar um að Ólafur væri undir áhrifum undir stýri en fimm ára barn hans var í aftursætinu. „Lögreglan keyrir tvisvar sinnum utan í bilinn til að fá mig til að stöðva. Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt þar sem þeir handtaka mig,“ sagði Ólafur í viðtalinu. Ólafur hefur glímt við fíkniefnadjöfulinn í töluverðan tíma, fór í sína fyrstu fíkniefnameðferð árið 1995 og flúði meðal annars atvinnumennsku á Englandi þegar hann var á mála hjá Torquay árið 2005. Ástæðan var sú að kalla átti hann í lyfjapróf og hann vissi vel að niðurstaðan úr því yrði ekki góð. Hann náði að taka til í sínum málum fyrir nokkrum árum en féll á nýjan leik. Botninum var svo náð með handtöku lögreglu á dögunum, með soninn í aftursætinu.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Engar athugsemdir á borð lögreglu Markvörðurinn minntist ekki á harðræði lögreglu í viðtalinu í Bítinu en Stundin greinir frá því að þeir sem standi Ólafi næst telji lögreglumenn hafa beitt óþarfa harðræði við handtökuna. Bæði hafi þeir beitt kylfum þegar þeir handtóku hann, mótþróalaust að því er segir í umfjölluninni, og sömuleiðis notast við kylfur eftir að Ólafur var kominn í handjárn. Þá hefur Stundin heimildir fyrir því að upptaka sé til af handtökunni. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir málið í rannsókn og alla þætti þess eigi eftir að skoða. Aðspurður segir hann engar athugasemdir hafa borist inn á borð lögreglunnar vegna handtökunnar. „Eins og venjulega er aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru,“ segir lögreglustjórinn í samtali við Vísi.Ólafur var ekki aðeins framúrskarandi knattspyrnumarkvörður heldur einnig góður körfuboltamaður.Skilur ekki ákvörðun sína Ólafur Gottskálksson lýsti samskiptum sínum við lögreglu þennan mánudagsmorgun þannig að hann hafi orðið var við lögregluna á leiðinni á leikskóla sonar síns, sem er í um 700 metra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þeir voru að fylgjast með mér. Ég er beðinn um að stöðva, en tek þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva ekki. Ég næ því ekki enn í dag. Ég er 48 ára gamall og þetta hef ég aldrei áður á ævinni gert.“ Lögreglan elti Ólaf og keyrði tvívegis utan í bílinn til að þvinga hann til að stöðva. „Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt. Þar stöðva ég og þeir handtaka mig.“
Tengdar fréttir Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00