„Aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2016 09:45 Ólafur Gottskálksson var í opinskáu viðtali á Bítinu í síðustu viku. Vísir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að embættinu hafi ekki borist neinar athugasemdir vegna handtöku Ólafs Gottskálkssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar og atvinnumanns í knattspyrnu, í Reykjanesbæ á dögunum.Stundin greindi frá því á mánudag að Ólafur hefði verið fluttur í skyndi frá meðferðarstofnuninni Vogi á laugardaginn, þangað sem hann fór í meðferð, á bráðamóttöku Landspítalans vegna innvortis blæðinga í kjölfar handtöku hans í vikunni á undan. Hann hefði greinst með brotið rifbein og innvortis blæðingu í kringum nýrun.Lögreglumenn óku tvívegis utan í bíl Ólafs til að hefta för hans.Vísir/PjeturMeð fimm ára barn í aftursætinu Ólafur skýrði frá því í Bítinu á Bylgjunni þann 3. ágúst að hann hefði verið handtekinn seint í júlí eftir að hafa flúið undan lögreglu. Lögreglu höfðu borist ábendingar um að Ólafur væri undir áhrifum undir stýri en fimm ára barn hans var í aftursætinu. „Lögreglan keyrir tvisvar sinnum utan í bilinn til að fá mig til að stöðva. Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt þar sem þeir handtaka mig,“ sagði Ólafur í viðtalinu. Ólafur hefur glímt við fíkniefnadjöfulinn í töluverðan tíma, fór í sína fyrstu fíkniefnameðferð árið 1995 og flúði meðal annars atvinnumennsku á Englandi þegar hann var á mála hjá Torquay árið 2005. Ástæðan var sú að kalla átti hann í lyfjapróf og hann vissi vel að niðurstaðan úr því yrði ekki góð. Hann náði að taka til í sínum málum fyrir nokkrum árum en féll á nýjan leik. Botninum var svo náð með handtöku lögreglu á dögunum, með soninn í aftursætinu.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Engar athugsemdir á borð lögreglu Markvörðurinn minntist ekki á harðræði lögreglu í viðtalinu í Bítinu en Stundin greinir frá því að þeir sem standi Ólafi næst telji lögreglumenn hafa beitt óþarfa harðræði við handtökuna. Bæði hafi þeir beitt kylfum þegar þeir handtóku hann, mótþróalaust að því er segir í umfjölluninni, og sömuleiðis notast við kylfur eftir að Ólafur var kominn í handjárn. Þá hefur Stundin heimildir fyrir því að upptaka sé til af handtökunni. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir málið í rannsókn og alla þætti þess eigi eftir að skoða. Aðspurður segir hann engar athugasemdir hafa borist inn á borð lögreglunnar vegna handtökunnar. „Eins og venjulega er aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru,“ segir lögreglustjórinn í samtali við Vísi.Ólafur var ekki aðeins framúrskarandi knattspyrnumarkvörður heldur einnig góður körfuboltamaður.Skilur ekki ákvörðun sína Ólafur Gottskálksson lýsti samskiptum sínum við lögreglu þennan mánudagsmorgun þannig að hann hafi orðið var við lögregluna á leiðinni á leikskóla sonar síns, sem er í um 700 metra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þeir voru að fylgjast með mér. Ég er beðinn um að stöðva, en tek þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva ekki. Ég næ því ekki enn í dag. Ég er 48 ára gamall og þetta hef ég aldrei áður á ævinni gert.“ Lögreglan elti Ólaf og keyrði tvívegis utan í bílinn til að þvinga hann til að stöðva. „Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt. Þar stöðva ég og þeir handtaka mig.“ Tengdar fréttir Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að embættinu hafi ekki borist neinar athugasemdir vegna handtöku Ólafs Gottskálkssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar og atvinnumanns í knattspyrnu, í Reykjanesbæ á dögunum.Stundin greindi frá því á mánudag að Ólafur hefði verið fluttur í skyndi frá meðferðarstofnuninni Vogi á laugardaginn, þangað sem hann fór í meðferð, á bráðamóttöku Landspítalans vegna innvortis blæðinga í kjölfar handtöku hans í vikunni á undan. Hann hefði greinst með brotið rifbein og innvortis blæðingu í kringum nýrun.Lögreglumenn óku tvívegis utan í bíl Ólafs til að hefta för hans.Vísir/PjeturMeð fimm ára barn í aftursætinu Ólafur skýrði frá því í Bítinu á Bylgjunni þann 3. ágúst að hann hefði verið handtekinn seint í júlí eftir að hafa flúið undan lögreglu. Lögreglu höfðu borist ábendingar um að Ólafur væri undir áhrifum undir stýri en fimm ára barn hans var í aftursætinu. „Lögreglan keyrir tvisvar sinnum utan í bilinn til að fá mig til að stöðva. Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt þar sem þeir handtaka mig,“ sagði Ólafur í viðtalinu. Ólafur hefur glímt við fíkniefnadjöfulinn í töluverðan tíma, fór í sína fyrstu fíkniefnameðferð árið 1995 og flúði meðal annars atvinnumennsku á Englandi þegar hann var á mála hjá Torquay árið 2005. Ástæðan var sú að kalla átti hann í lyfjapróf og hann vissi vel að niðurstaðan úr því yrði ekki góð. Hann náði að taka til í sínum málum fyrir nokkrum árum en féll á nýjan leik. Botninum var svo náð með handtöku lögreglu á dögunum, með soninn í aftursætinu.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Engar athugsemdir á borð lögreglu Markvörðurinn minntist ekki á harðræði lögreglu í viðtalinu í Bítinu en Stundin greinir frá því að þeir sem standi Ólafi næst telji lögreglumenn hafa beitt óþarfa harðræði við handtökuna. Bæði hafi þeir beitt kylfum þegar þeir handtóku hann, mótþróalaust að því er segir í umfjölluninni, og sömuleiðis notast við kylfur eftir að Ólafur var kominn í handjárn. Þá hefur Stundin heimildir fyrir því að upptaka sé til af handtökunni. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir málið í rannsókn og alla þætti þess eigi eftir að skoða. Aðspurður segir hann engar athugasemdir hafa borist inn á borð lögreglunnar vegna handtökunnar. „Eins og venjulega er aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru,“ segir lögreglustjórinn í samtali við Vísi.Ólafur var ekki aðeins framúrskarandi knattspyrnumarkvörður heldur einnig góður körfuboltamaður.Skilur ekki ákvörðun sína Ólafur Gottskálksson lýsti samskiptum sínum við lögreglu þennan mánudagsmorgun þannig að hann hafi orðið var við lögregluna á leiðinni á leikskóla sonar síns, sem er í um 700 metra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þeir voru að fylgjast með mér. Ég er beðinn um að stöðva, en tek þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva ekki. Ég næ því ekki enn í dag. Ég er 48 ára gamall og þetta hef ég aldrei áður á ævinni gert.“ Lögreglan elti Ólaf og keyrði tvívegis utan í bílinn til að þvinga hann til að stöðva. „Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt. Þar stöðva ég og þeir handtaka mig.“
Tengdar fréttir Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00