Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. ágúst 2016 18:30 Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. Búvörsamningar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra gerðu við bændur eru háðir staðfestingu löggjafans. Þannig verður þingið að samþykkja samninga og þær lagabreytingar sem samningarnir byggjast á eigi þeir að öðlast gildi. Á síðasta kjörtímabili reyndi ríkið tvisvar að semja við bændur án árangurs. Árin 2009 og 2012. Niðurstaðan var framlenging eldri samninga. Atvinnuveganefnd Alþingis hittist á fundi nú síðdegis í dag til að ræða breytingar á forsendum nýrra búvörusamninga en forystumenn nefndarinnar hafa verið fara yfir breytingarnar í allt sumar með hagsmunaaðilum. Ef löggjafinn ræðst í meiriháttar breytingar á forsendum nýrra búvörusamninga þarf að leggja þá aftur fyrir bændur til undirritunar. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir að þær breytingar sem nefndin sé með á borðinu rúmist innan nýju samninganna og hann segist vonast til þess að hægt sé að ljúka málinu í sátt á Alþingi. Eitt af því sem hefur verið harðlega gagnrýnt í nýjum búvörusamningum er ákvæði í samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar sem kveður á um hækkun tolla á innfluttum ostum. Þetta mun skerða val neytenda, til dæmis draga úr framboði á geitaosti og festa í sessi einokun Mjólkursamsölunnar.Verður þetta fellt út? „Þetta er eitt af þeim atriðum sem eru til skoðunar ásamt fleiru. Það er ekki tímabært að segja hvernig við nálgumst lausnir á því en þetta er það sem nefndin mun fara vel yfir næstu daga. Og ég geri mér vonir um að við náum saman að einhverju leyti allavega. Í mínum huga er grundvallaratriði að um landbúnaðarframleiðsluna í landinu gildi víðtækari sátt en við sáum í umræðum um málið í vor,“ segir Jón Gunnarsson.La Cabrette frá Rians er franskur geitaostur sem hefur verið seldur í íslenskum matvöruverslunum. Verðið á honum mun hækka enn meira verði nýir búvörusamningar samþykktir í óbreyttri mynd. Þess skal getið að þegar tollar á geitaost eins og þennan eru annars vegar er verndarandlagið ekki til því það er ekkert framleitt af íslenskum geitasmurosti eins og þessum. Þessi ostur þykir góður ofan á baguette með hunangi og klettasalati, svo dæmi sé tekið.Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir löggjafann hafa rúmt svigrúm til að gera breytingar og hann segir sáttatón í bændum. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna. Sindri segir eðlilegt að það sé framboð á sérvöru eins og geitaosti en nýju búvörusamningarnir takmarka mjög framboð á honum með hærri tollum á allan innfluttan ost.365/ÞÞEn geta bændur hugsað sér að lækka eða afnema tolla á innfluttan ost í samningum um starfsskilyrði nautgriparæktar? „Við höfum talið mjög mikilvægt að það sé horft málið heildrænt. Við höfum gagnrýnt þá miklu opnun sem er á innflutningi osta í þessum tollasamningi Íslands og ESB þar sem ekki er tekið tillit til stærðar markaðanna. Við höfum hins vegar sagt varðandi sérosta, eins og upprunatengda osta og sérosta eins og geitaost að ef við getum ekki framleitt vöruna þá sé eðlilegt að það sé framboð á henni hér á landi. Jafnframt að skoðað verði hvernig hægt sé að flytja hana inn með sem auðveldustum hætti,“ segir Sindri. Þessi ummæli um geitaost eru athyglisverð því samningur um starfsskilyrði nautgriparæktar í nýjum búvörusamningum mun sannarlega hækka verðið á geitaostinum því hann gerir ráð fyrir hærri tollum á alla osta. Þess má geta af mjög lítið framboð er af afurðum úr íslenskri geitamjólk en íslenski geitastofninn er raunar í útrýmingarhættu. Reynt er að sporna gegn þessu í nýgerðum búvörusamningum með stuðningi við geitarækt. Geitur bárust hingað til lands með landnámsmönnum, eins og kýr, hestar, hænur, kindur og hundar og hefur stofninn ekki blandast örðum geitastofnum í rúm þúsund ár. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. Búvörsamningar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra gerðu við bændur eru háðir staðfestingu löggjafans. Þannig verður þingið að samþykkja samninga og þær lagabreytingar sem samningarnir byggjast á eigi þeir að öðlast gildi. Á síðasta kjörtímabili reyndi ríkið tvisvar að semja við bændur án árangurs. Árin 2009 og 2012. Niðurstaðan var framlenging eldri samninga. Atvinnuveganefnd Alþingis hittist á fundi nú síðdegis í dag til að ræða breytingar á forsendum nýrra búvörusamninga en forystumenn nefndarinnar hafa verið fara yfir breytingarnar í allt sumar með hagsmunaaðilum. Ef löggjafinn ræðst í meiriháttar breytingar á forsendum nýrra búvörusamninga þarf að leggja þá aftur fyrir bændur til undirritunar. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir að þær breytingar sem nefndin sé með á borðinu rúmist innan nýju samninganna og hann segist vonast til þess að hægt sé að ljúka málinu í sátt á Alþingi. Eitt af því sem hefur verið harðlega gagnrýnt í nýjum búvörusamningum er ákvæði í samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar sem kveður á um hækkun tolla á innfluttum ostum. Þetta mun skerða val neytenda, til dæmis draga úr framboði á geitaosti og festa í sessi einokun Mjólkursamsölunnar.Verður þetta fellt út? „Þetta er eitt af þeim atriðum sem eru til skoðunar ásamt fleiru. Það er ekki tímabært að segja hvernig við nálgumst lausnir á því en þetta er það sem nefndin mun fara vel yfir næstu daga. Og ég geri mér vonir um að við náum saman að einhverju leyti allavega. Í mínum huga er grundvallaratriði að um landbúnaðarframleiðsluna í landinu gildi víðtækari sátt en við sáum í umræðum um málið í vor,“ segir Jón Gunnarsson.La Cabrette frá Rians er franskur geitaostur sem hefur verið seldur í íslenskum matvöruverslunum. Verðið á honum mun hækka enn meira verði nýir búvörusamningar samþykktir í óbreyttri mynd. Þess skal getið að þegar tollar á geitaost eins og þennan eru annars vegar er verndarandlagið ekki til því það er ekkert framleitt af íslenskum geitasmurosti eins og þessum. Þessi ostur þykir góður ofan á baguette með hunangi og klettasalati, svo dæmi sé tekið.Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir löggjafann hafa rúmt svigrúm til að gera breytingar og hann segir sáttatón í bændum. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna. Sindri segir eðlilegt að það sé framboð á sérvöru eins og geitaosti en nýju búvörusamningarnir takmarka mjög framboð á honum með hærri tollum á allan innfluttan ost.365/ÞÞEn geta bændur hugsað sér að lækka eða afnema tolla á innfluttan ost í samningum um starfsskilyrði nautgriparæktar? „Við höfum talið mjög mikilvægt að það sé horft málið heildrænt. Við höfum gagnrýnt þá miklu opnun sem er á innflutningi osta í þessum tollasamningi Íslands og ESB þar sem ekki er tekið tillit til stærðar markaðanna. Við höfum hins vegar sagt varðandi sérosta, eins og upprunatengda osta og sérosta eins og geitaost að ef við getum ekki framleitt vöruna þá sé eðlilegt að það sé framboð á henni hér á landi. Jafnframt að skoðað verði hvernig hægt sé að flytja hana inn með sem auðveldustum hætti,“ segir Sindri. Þessi ummæli um geitaost eru athyglisverð því samningur um starfsskilyrði nautgriparæktar í nýjum búvörusamningum mun sannarlega hækka verðið á geitaostinum því hann gerir ráð fyrir hærri tollum á alla osta. Þess má geta af mjög lítið framboð er af afurðum úr íslenskri geitamjólk en íslenski geitastofninn er raunar í útrýmingarhættu. Reynt er að sporna gegn þessu í nýgerðum búvörusamningum með stuðningi við geitarækt. Geitur bárust hingað til lands með landnámsmönnum, eins og kýr, hestar, hænur, kindur og hundar og hefur stofninn ekki blandast örðum geitastofnum í rúm þúsund ár.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira