Danskur fréttamaður fann harða stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í Skagafirði Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2016 13:24 Lisbeth Sung, fréttamaður TV Avisen hjá danska ríkissjónvarpinu, fór til Skagafjarðar í leit að stuðningi við ríkisstjórnina. Kastljós erlendra fjölmiðla hefur beinst að Íslandi í kjölfar lekans á Panama-gögnunum og þá sér í lagi vegna tengsla íslenskra ráðherra við skattaskjól. Fréttamenn á vegum danska ríkissjónvarpsins DR mættu hingað til lands í síðustu viku til að fylgjast með gangi mála og ræddu meðal annars við mótmælendur á Austurvelli sem voru eðli málsins samkvæmt andvígir ríkisstjórninni.Lisbeth Sung, fréttamaður á vegum danska fréttaskýringaþáttarins TV Avisen, var á mótmælunum og útskýrði fyrir áhorfendum að mikill munur væri á borg og sveit þegar kemur að stuðningi við ríkisstjórn landsins. Ákvað hún því að aka um fjóra tíma út fyrir höfuðborgina og fór til Sauðárkróks í Skagafirði, eins af sterkustu vígum Framsóknarflokksins, til að kanna stuðning við stjórnina. Þar hitti Sung fyrir Sigurð Skagfjörð en aðspurður um hvaða flokk hann styður svaraði hann: „Fyrst og fremst Framsókn.“ Þegar Guðbjörg Arnardóttir var spurð hvort hún hafi kosið Framsóknarflokkinn svaraði hún glöð í bragði: „Já, já. Ég bý hér.“ Hallgrímur Blöndal sagði Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn það besta sem er í boði á Íslandi. „Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn er það besta sem er í boði á Íslandi. Við erum ekki eins og kaffihúsafólkið sem býr í Reykjavík. Hér er hafið og fiskurinn og mögulega er hugsunarhátturinn annar hér,“ svaraði Hallgrímur. Athygli fjölmiðla erlendis hefur að mestu beinst að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem óskaði lausnar úr embætti forsætisráðherra í síðustu viku eftir að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Hallgrímur spurði Lisbeth Sung hvað það væri sem Sigmundur Davíð hefði gert rangt? „Hann borgaði skatt af þessum peningum og hvað gerði hann rangt? Ekkert!“ Í kjölfarið er rætt við Ibrahim Antar sem er ekki á sama máli. „Ef allir hefðu gert það sem og hann gerði væri landið rústir einar.“ Sjá má innslagið hér fyrir neðan: Panama-skjölin Tengdar fréttir Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Prófessor í stjórnmálafræði segir að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. 10. apríl 2016 13:47 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Kastljós erlendra fjölmiðla hefur beinst að Íslandi í kjölfar lekans á Panama-gögnunum og þá sér í lagi vegna tengsla íslenskra ráðherra við skattaskjól. Fréttamenn á vegum danska ríkissjónvarpsins DR mættu hingað til lands í síðustu viku til að fylgjast með gangi mála og ræddu meðal annars við mótmælendur á Austurvelli sem voru eðli málsins samkvæmt andvígir ríkisstjórninni.Lisbeth Sung, fréttamaður á vegum danska fréttaskýringaþáttarins TV Avisen, var á mótmælunum og útskýrði fyrir áhorfendum að mikill munur væri á borg og sveit þegar kemur að stuðningi við ríkisstjórn landsins. Ákvað hún því að aka um fjóra tíma út fyrir höfuðborgina og fór til Sauðárkróks í Skagafirði, eins af sterkustu vígum Framsóknarflokksins, til að kanna stuðning við stjórnina. Þar hitti Sung fyrir Sigurð Skagfjörð en aðspurður um hvaða flokk hann styður svaraði hann: „Fyrst og fremst Framsókn.“ Þegar Guðbjörg Arnardóttir var spurð hvort hún hafi kosið Framsóknarflokkinn svaraði hún glöð í bragði: „Já, já. Ég bý hér.“ Hallgrímur Blöndal sagði Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn það besta sem er í boði á Íslandi. „Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn er það besta sem er í boði á Íslandi. Við erum ekki eins og kaffihúsafólkið sem býr í Reykjavík. Hér er hafið og fiskurinn og mögulega er hugsunarhátturinn annar hér,“ svaraði Hallgrímur. Athygli fjölmiðla erlendis hefur að mestu beinst að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem óskaði lausnar úr embætti forsætisráðherra í síðustu viku eftir að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Hallgrímur spurði Lisbeth Sung hvað það væri sem Sigmundur Davíð hefði gert rangt? „Hann borgaði skatt af þessum peningum og hvað gerði hann rangt? Ekkert!“ Í kjölfarið er rætt við Ibrahim Antar sem er ekki á sama máli. „Ef allir hefðu gert það sem og hann gerði væri landið rústir einar.“ Sjá má innslagið hér fyrir neðan:
Panama-skjölin Tengdar fréttir Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Prófessor í stjórnmálafræði segir að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. 10. apríl 2016 13:47 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00
Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00
Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Prófessor í stjórnmálafræði segir að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. 10. apríl 2016 13:47