Forsætisráðherra segir erfitt fyrir eignafólk að vera umtalað í samfélaginu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 16:43 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í forsætisráðuneytinu þegar sá síðarnefndi tók við lyklavöldunum þar í liðinni viku. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir að þeir sem eigi fjármuni hér á landi séu mjög á milli tannanna á fólki og það geti stundum verið erfitt. Oft sé það jafnframt gagnrýnivert á Íslandi að eiga peninga en forsætisráðherra lét þessi orð falla í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra út í orð sem hann lét falla í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þegar hann var spurður út í það hvort eðlilegt væri að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði tengsl við aflandsfélag á Tortóla. Svaraði Sigurður Ingi því þá til að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi.Sagði Sigurður Ingi á þingi í dag að þegar hann hefði látið þess orð falla hafi hann ekki verið í „formlegu viðtali“ og þá verði ummælin að skoðast í því ljósi að hann hafi verið að tala um samfélagið. „Þeir sem eiga fjármuni hafa alltaf, í mjög langan tíma, verið mjög á milli tannanna á fólki. Það er einfaldlega það sem ég átti við. Það getur stundum verið erfitt. Það er oft gagnrýnivert á Íslandi. Það er einfaldlega þannig,“ sagði Sigurður Ingi. Þá svaraði hann ekki spurningu Ólínu er sneri að því hvort að hann ætlaði að standa fyrir einhverri vinnu til þess að leiða fram sannleikann í þeim málum er varða tengsl Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við aflandsfélög, en nöfn þeirra voru í Panama-skjölunum eins og kunnugt er. „Ég tel að þeir háttvirtu þingmenn og hæstvirtu ráðherrar sem háttvirtur þingmaður vísaði til hafi gert nokkuð skýra grein fyrir sínum málum. Mér finnst aðalverkefnið hér og nú að skoða heildarmyndina og að við viðurkennum hreinlega fyrir sjálfum okkur að það að í einu félagi í gegnum einn banka í gagnaleka úr einni lögmannsstofu í Suður-Ameríku skuli leynast gögn um allt að 800 fyrirtæki á Íslandi, það sé verkefnið sem við þurfum að velta fyrir okkur, það þurfi að rannsaka,“ sagði Sigurður Ingi. Tengdar fréttir Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sigurður Ingi Jóhannsson sat fyrir svörum á þingi í dag. 12. apríl 2016 15:08 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Vaktin: Hvað gerist í deilu kennara Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Fleiri fréttir Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Vaktin: Hvað gerist í deilu kennara Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir að þeir sem eigi fjármuni hér á landi séu mjög á milli tannanna á fólki og það geti stundum verið erfitt. Oft sé það jafnframt gagnrýnivert á Íslandi að eiga peninga en forsætisráðherra lét þessi orð falla í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra út í orð sem hann lét falla í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þegar hann var spurður út í það hvort eðlilegt væri að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði tengsl við aflandsfélag á Tortóla. Svaraði Sigurður Ingi því þá til að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi.Sagði Sigurður Ingi á þingi í dag að þegar hann hefði látið þess orð falla hafi hann ekki verið í „formlegu viðtali“ og þá verði ummælin að skoðast í því ljósi að hann hafi verið að tala um samfélagið. „Þeir sem eiga fjármuni hafa alltaf, í mjög langan tíma, verið mjög á milli tannanna á fólki. Það er einfaldlega það sem ég átti við. Það getur stundum verið erfitt. Það er oft gagnrýnivert á Íslandi. Það er einfaldlega þannig,“ sagði Sigurður Ingi. Þá svaraði hann ekki spurningu Ólínu er sneri að því hvort að hann ætlaði að standa fyrir einhverri vinnu til þess að leiða fram sannleikann í þeim málum er varða tengsl Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við aflandsfélög, en nöfn þeirra voru í Panama-skjölunum eins og kunnugt er. „Ég tel að þeir háttvirtu þingmenn og hæstvirtu ráðherrar sem háttvirtur þingmaður vísaði til hafi gert nokkuð skýra grein fyrir sínum málum. Mér finnst aðalverkefnið hér og nú að skoða heildarmyndina og að við viðurkennum hreinlega fyrir sjálfum okkur að það að í einu félagi í gegnum einn banka í gagnaleka úr einni lögmannsstofu í Suður-Ameríku skuli leynast gögn um allt að 800 fyrirtæki á Íslandi, það sé verkefnið sem við þurfum að velta fyrir okkur, það þurfi að rannsaka,“ sagði Sigurður Ingi.
Tengdar fréttir Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sigurður Ingi Jóhannsson sat fyrir svörum á þingi í dag. 12. apríl 2016 15:08 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Vaktin: Hvað gerist í deilu kennara Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Fleiri fréttir Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Vaktin: Hvað gerist í deilu kennara Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Sjá meira
Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17
Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sigurður Ingi Jóhannsson sat fyrir svörum á þingi í dag. 12. apríl 2016 15:08
Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29