Fullyrða að framandi Framsóknarmenn Sigmundar hafi verið Kínverjar Jakob Bjarnar skrifar 5. október 2016 13:03 Sigmundur Davíð við Hagatorg umkringdur fréttamönnum og ljósmyndurum. visir/anton brink Því er haldið fram að einu rúturnar sem komu að Háskólabíói áður en formannskjör Framsóknarmanna fór þar fram, hafi verið rútur sem voru að ferja kínverska ferðamenn.Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Norðurkjördæmi austur, þess efnis að skömmu áður en til kosninga kom í formannskjöri, hvar hann tókst á við Sigurð Inga, þess efnis að rútur hafi komið að Háskólabíói, hafa vakið nokkra furðu. Og út hafi streymt fólk sem hann hafði aldrei séð fyrr. Sigmundur Davíð gerir því skóna að þetta fólk hafi kosið í formannskjörinu og þá væntanlega Sigurð Inga Jóhannsson?Málið sem vakið hefur upp spurningar er til umfjöllunar bæði á Twitter og Facebook. Fáir kannast við dularfullar rútuferðir við Hagatorg um klukkan ellefu síðastliðinn sunnudag.„Svo allt í einu, þegar kominn var sunnudagur og klukkan orðin ellefu, þá komu rúturnar upp að Háskólabíói og birtist mikill fjöldi fólks sem ég hef aldrei séð áður þann tíma sem ég hef starfað í flokknum,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Enginn annar hefur gefið sig fram sem kannast við rútur framandi Framsóknarmanna. Og nú er kominn nýr og afar óvæntur flötur á þetta mál sem vakið hefur spurningar. Theódór Ingi Ólafsson, sem starfar í ferðaþjónustu hér á landi, er leiðsögumaður og fjölmiðlafræðingur, heldur því fram á Twitter að einu rúturnar sem voru á ferð við Hagatorg um klukkan ellefu á sunnudag hafi verið að ferja kínverska túrista. Hann hefur þetta eftir öðrum rútubílstjóranum en ferðamennirnir voru á leið í Hótel Sögu sem stendur gegnt Háskólabíói. „Já, samkvæmt þessum bílstjóra sem ég talaði við. Hann fullyrti það að hann hafi verið þarna á svæðinu, frá SBA (Sérleyfisbílar Akureyrar) og annar til. Hann sagði að þarna hafi engar aðrar rútur verið og ég hef enga ástæðu til að trúa honum ekki,“ segir Theódór Ingi í stuttu samtali við Vísi. Málið er einnig til umræðu í Facebook-hópi sem heitir Rútu og hópferðabifreiðaáhugamenn, en eins og nafnið gefur til kynna fylgjast menn þar grannt með ferðum langferðarbifreiða. Þar tekur til máls maður að nafni Kristján Arnarson sem virðist þekkja vel til:Á Facebook reyna menn að brjóta til mergjar hvaða rútur voru á ferli við Hagatorg á sunnudaginn síðasta.„Það voru þrjár rútur frá SBA við Sögu á þessum tíma með Kanadíska Kínverja. – En hvort þeir hafa kosið veit ég ekkert um.“ Svo öllu sé skilmerkilega til haga haldið skal tekið fram að umræða sem sprottið hefur í tengslum við þetta atriði í frásögn Sigmundar Davíðs hefur reynst á mjög grínaktugum nótum, þó það útaf fyrir sig gefi ekki tilefni til að efast um þær upplýsingar sem hafa verið settar fram um rútuferðir við Hagatorg að morgni sunnudags. Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. 5. október 2016 11:25 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Því er haldið fram að einu rúturnar sem komu að Háskólabíói áður en formannskjör Framsóknarmanna fór þar fram, hafi verið rútur sem voru að ferja kínverska ferðamenn.Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Norðurkjördæmi austur, þess efnis að skömmu áður en til kosninga kom í formannskjöri, hvar hann tókst á við Sigurð Inga, þess efnis að rútur hafi komið að Háskólabíói, hafa vakið nokkra furðu. Og út hafi streymt fólk sem hann hafði aldrei séð fyrr. Sigmundur Davíð gerir því skóna að þetta fólk hafi kosið í formannskjörinu og þá væntanlega Sigurð Inga Jóhannsson?Málið sem vakið hefur upp spurningar er til umfjöllunar bæði á Twitter og Facebook. Fáir kannast við dularfullar rútuferðir við Hagatorg um klukkan ellefu síðastliðinn sunnudag.„Svo allt í einu, þegar kominn var sunnudagur og klukkan orðin ellefu, þá komu rúturnar upp að Háskólabíói og birtist mikill fjöldi fólks sem ég hef aldrei séð áður þann tíma sem ég hef starfað í flokknum,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Enginn annar hefur gefið sig fram sem kannast við rútur framandi Framsóknarmanna. Og nú er kominn nýr og afar óvæntur flötur á þetta mál sem vakið hefur spurningar. Theódór Ingi Ólafsson, sem starfar í ferðaþjónustu hér á landi, er leiðsögumaður og fjölmiðlafræðingur, heldur því fram á Twitter að einu rúturnar sem voru á ferð við Hagatorg um klukkan ellefu á sunnudag hafi verið að ferja kínverska túrista. Hann hefur þetta eftir öðrum rútubílstjóranum en ferðamennirnir voru á leið í Hótel Sögu sem stendur gegnt Háskólabíói. „Já, samkvæmt þessum bílstjóra sem ég talaði við. Hann fullyrti það að hann hafi verið þarna á svæðinu, frá SBA (Sérleyfisbílar Akureyrar) og annar til. Hann sagði að þarna hafi engar aðrar rútur verið og ég hef enga ástæðu til að trúa honum ekki,“ segir Theódór Ingi í stuttu samtali við Vísi. Málið er einnig til umræðu í Facebook-hópi sem heitir Rútu og hópferðabifreiðaáhugamenn, en eins og nafnið gefur til kynna fylgjast menn þar grannt með ferðum langferðarbifreiða. Þar tekur til máls maður að nafni Kristján Arnarson sem virðist þekkja vel til:Á Facebook reyna menn að brjóta til mergjar hvaða rútur voru á ferli við Hagatorg á sunnudaginn síðasta.„Það voru þrjár rútur frá SBA við Sögu á þessum tíma með Kanadíska Kínverja. – En hvort þeir hafa kosið veit ég ekkert um.“ Svo öllu sé skilmerkilega til haga haldið skal tekið fram að umræða sem sprottið hefur í tengslum við þetta atriði í frásögn Sigmundar Davíðs hefur reynst á mjög grínaktugum nótum, þó það útaf fyrir sig gefi ekki tilefni til að efast um þær upplýsingar sem hafa verið settar fram um rútuferðir við Hagatorg að morgni sunnudags.
Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. 5. október 2016 11:25 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30
Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. 5. október 2016 11:25