Til skoðunar að setja upp stormskýli víða um heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2016 14:15 Nýlega er búið að setja fyrsta stormskýlið upp. Til skoðunar er að setja upp svokölluð stormskýli víða um heim. Fyrsta skýlið sinnar tegundar var tekið í gagnið í síðasta mánuði og eru erlend fyrirtæki áhugasöm um að kynna sér kosti þess. Stormskýlið er í raun háþróað strætóskýli knúið vindtúrbínum sem framleiða rafmagn og sjá skýlinu fyrir lýsingu, þráðlausu neti, snjalltækjahleðslu og fjarstýrðum auglýsingaskjá.Sjá einnig: Stormskýlið tekið í notkunStormskýlið er þróað og hannað af Icewind, íslensku sprotafyrirtæki, sem sérhæfir sig í gerð vindtúrbína. Stormskýlið var sett upp í samstarfi við Reykjavíkurborg og AFA JCDecaux sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í borgargögnum og rekstri þeirra, þar með talið strætóskýlum.Sest niður í september Í samtali við Vísi segir Þór Bachmann, einn af stofnendum Icewind, að til skoðunar sé að setja upp slík skýli víða um heim. „Þetta verkefni er tilraunaverkefni í sex mánuði og er í raun frumgerð fyrir borgarlausnir sem nýta græna orku,“ segir Þór. „Í september munum við setjast niður með AFA JCDecaux sem er að fylgjast með þessu að utan. Þeir sem stjórna Skandinavíu fyrir AFA komu hingað til lands og skoðuðu þetta.“Sjá einnig: Bandarískur ferðamaður fjárfesti fyrir tugi milljóna í íslensku fyrirtækiÞór segir að fyrirtækið sé áhugasamt um að færa sig í auknum mæli yfir í grænar lausnir og að stormskýlið sé möguleg lausn fyrir strætóskýli. „Þeir eru með skýli í yfir þrjú þúsund borgum og eru að fylgjast með þessu. Ef allt gengur vel þá vilja þeir setjast niður og skoða hvort þeir geti ekki gert eitthvað grænt við fleiri skýli í fleiri löndum,“ segir Þór.Ein af túrbínunum sem IceWind þróar.Áhugasamt um grænar borgarlausnir Þetta staðfestir Einar Hermannson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi. „Við ætlum að sjá hvernig þetta verkefni þróast en við erum að fá fyrirspurnir að utan, frá höfuðstöðvunum í Frakklandi um þetta verkefni,“ segir Einar. Einar segir að frá höfuðstöðvunum hafi komið fyrirspurnir um kostnað við að setja skýlið upp og hvað túrbínúrnar framleiði mikið rafmagn en kröfur um að fyrirtækið bjóði upp á umhverfisvænar lausnir aukist í sífellu.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund„Rafmagnskostnaður er töluvert hár víðast hvar um heiminn þannig að þessi skýli gætu verið eitthvað sem hentar vel,“ segir Einar. „Þú færð þetta ekki grænna og í þessu nútímasamfélagi út um alla Evrópu er mikil krafa um svipaðar lausnir.“ AFA JCDecaux er mjög umfangsmikið fyrirtæki hvað varðar borgarlausnir á borð við strætóskýli og segir Einar að fyrirtækið reki yfir milljón skýli víðsvegar um heiminn sem flest séu tengd við rafmagn. Það er því ljóst að til mikils væri að vinna ef hægt væri að nýta sér umhverfisvænar lausnir á borð við þær sem Icewind býður upp á. Bæði Einar og Þór leggja þó áherslu á að verkefnið sé tilraunaverkefni og ekkert sé í hendi ennþá. „Þetta er tilraunaverkefni sem mallar í sumar og þegar því er lokið sjáum við hvað við getum boðið þeim,“ segir Þór.Kynningarmyndband vegna verkefnisins má sjá hér að neðan.IceWind's Storm ShelterCheck out the video we shot that gives you the core facts about the IceWind's Storm Shelter and its turbinesPosted by IceWind on Friday, 18 March 2016 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Til skoðunar er að setja upp svokölluð stormskýli víða um heim. Fyrsta skýlið sinnar tegundar var tekið í gagnið í síðasta mánuði og eru erlend fyrirtæki áhugasöm um að kynna sér kosti þess. Stormskýlið er í raun háþróað strætóskýli knúið vindtúrbínum sem framleiða rafmagn og sjá skýlinu fyrir lýsingu, þráðlausu neti, snjalltækjahleðslu og fjarstýrðum auglýsingaskjá.Sjá einnig: Stormskýlið tekið í notkunStormskýlið er þróað og hannað af Icewind, íslensku sprotafyrirtæki, sem sérhæfir sig í gerð vindtúrbína. Stormskýlið var sett upp í samstarfi við Reykjavíkurborg og AFA JCDecaux sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í borgargögnum og rekstri þeirra, þar með talið strætóskýlum.Sest niður í september Í samtali við Vísi segir Þór Bachmann, einn af stofnendum Icewind, að til skoðunar sé að setja upp slík skýli víða um heim. „Þetta verkefni er tilraunaverkefni í sex mánuði og er í raun frumgerð fyrir borgarlausnir sem nýta græna orku,“ segir Þór. „Í september munum við setjast niður með AFA JCDecaux sem er að fylgjast með þessu að utan. Þeir sem stjórna Skandinavíu fyrir AFA komu hingað til lands og skoðuðu þetta.“Sjá einnig: Bandarískur ferðamaður fjárfesti fyrir tugi milljóna í íslensku fyrirtækiÞór segir að fyrirtækið sé áhugasamt um að færa sig í auknum mæli yfir í grænar lausnir og að stormskýlið sé möguleg lausn fyrir strætóskýli. „Þeir eru með skýli í yfir þrjú þúsund borgum og eru að fylgjast með þessu. Ef allt gengur vel þá vilja þeir setjast niður og skoða hvort þeir geti ekki gert eitthvað grænt við fleiri skýli í fleiri löndum,“ segir Þór.Ein af túrbínunum sem IceWind þróar.Áhugasamt um grænar borgarlausnir Þetta staðfestir Einar Hermannson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi. „Við ætlum að sjá hvernig þetta verkefni þróast en við erum að fá fyrirspurnir að utan, frá höfuðstöðvunum í Frakklandi um þetta verkefni,“ segir Einar. Einar segir að frá höfuðstöðvunum hafi komið fyrirspurnir um kostnað við að setja skýlið upp og hvað túrbínúrnar framleiði mikið rafmagn en kröfur um að fyrirtækið bjóði upp á umhverfisvænar lausnir aukist í sífellu.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund„Rafmagnskostnaður er töluvert hár víðast hvar um heiminn þannig að þessi skýli gætu verið eitthvað sem hentar vel,“ segir Einar. „Þú færð þetta ekki grænna og í þessu nútímasamfélagi út um alla Evrópu er mikil krafa um svipaðar lausnir.“ AFA JCDecaux er mjög umfangsmikið fyrirtæki hvað varðar borgarlausnir á borð við strætóskýli og segir Einar að fyrirtækið reki yfir milljón skýli víðsvegar um heiminn sem flest séu tengd við rafmagn. Það er því ljóst að til mikils væri að vinna ef hægt væri að nýta sér umhverfisvænar lausnir á borð við þær sem Icewind býður upp á. Bæði Einar og Þór leggja þó áherslu á að verkefnið sé tilraunaverkefni og ekkert sé í hendi ennþá. „Þetta er tilraunaverkefni sem mallar í sumar og þegar því er lokið sjáum við hvað við getum boðið þeim,“ segir Þór.Kynningarmyndband vegna verkefnisins má sjá hér að neðan.IceWind's Storm ShelterCheck out the video we shot that gives you the core facts about the IceWind's Storm Shelter and its turbinesPosted by IceWind on Friday, 18 March 2016
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira