Hvað viltu læra? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 12. apríl 2016 07:00 Nú um stundir standa þúsundir ungmenna frammi fyrir því að velja sér námsleið að loknu grunnskólanámi. Með þeirri ákvörðun eru mörkuð skref í átt að framtíðarstarfinu. Sjaldan eða aldrei hafa möguleikar ungs fólks til menntunar verið jafn miklir og í dag. Tækifærin liggja víða. Í langan tíma hefur straumurinn legið í bóknám, það er hin hefðbundna leið til stúdentsprófs. Mig langar að vekja athygli þína lesandi góður á því að hægt er að taka stúdentspróf en ná sér á sama tíma í starfsréttindi sem eru alþjóðleg og opna möguleika til spennandi og skemmtilegra starfa. Í dag er hægur vandi að flétta saman iðnnámi og stúdentsprófi á sama tíma. Ímyndið ykkur hversu mikið forskot sá einstaklingur hefur sem kemur út úr framhaldsskóla tvítugur með bæði stúdentspróf og iðnmenntun í handraðanum. Atvinnumöguleikar þess einstaklings aukast til mikilla muna. Atvinnurekendur hafa tekið höndum saman um eflingu vinnustaðanáms og hafa nú tæplega 200 fyrirtæki innan Samtaka iðnaðarins staðfest sáttmála þess efnis að auðvelda á ungu fólki að komast á samning. Það eru gríðarlega spennandi hlutir að gerast í atvinnulífinu nú um stundir. Mikil nýsköpun og gróska. Tækninni fleygir fram á öllum sviðum sem gerir það að verkum að eðli margra starfa í iðnaði hafa gjörbreyst. Atvinnulífið þarf á ungu og öflugu fólki að halda. Við þurfum að fá hæfileikaríka einstaklinga í okkar raðir sem geta sameinað hugvit sitt og verkvit. Þannig manneskju eru allir vegir færir. Við leyfum okkur að fullyrða að fólk sem stendur sig vel í iðnnámi fái starf að loknu námi og það sem meira er, það mun fá góð og vel launuð störf. Ég vil hvetja jafnt foreldra sem ungt fólk sem nú stendur frammi fyrir námsvali að kynna sér allar þær fjölbreyttu starfsgreinar sem kenndar eru hér á landi. Á næstunni fá foreldrar og nemendur í 9. bekk upplýsingar sendar frá Samtökum iðnaðarins sem sýna möguleika sem bjóðast. Atvinnulífið mun taka vel á móti ungu fólki sem velur sér iðngrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Nú um stundir standa þúsundir ungmenna frammi fyrir því að velja sér námsleið að loknu grunnskólanámi. Með þeirri ákvörðun eru mörkuð skref í átt að framtíðarstarfinu. Sjaldan eða aldrei hafa möguleikar ungs fólks til menntunar verið jafn miklir og í dag. Tækifærin liggja víða. Í langan tíma hefur straumurinn legið í bóknám, það er hin hefðbundna leið til stúdentsprófs. Mig langar að vekja athygli þína lesandi góður á því að hægt er að taka stúdentspróf en ná sér á sama tíma í starfsréttindi sem eru alþjóðleg og opna möguleika til spennandi og skemmtilegra starfa. Í dag er hægur vandi að flétta saman iðnnámi og stúdentsprófi á sama tíma. Ímyndið ykkur hversu mikið forskot sá einstaklingur hefur sem kemur út úr framhaldsskóla tvítugur með bæði stúdentspróf og iðnmenntun í handraðanum. Atvinnumöguleikar þess einstaklings aukast til mikilla muna. Atvinnurekendur hafa tekið höndum saman um eflingu vinnustaðanáms og hafa nú tæplega 200 fyrirtæki innan Samtaka iðnaðarins staðfest sáttmála þess efnis að auðvelda á ungu fólki að komast á samning. Það eru gríðarlega spennandi hlutir að gerast í atvinnulífinu nú um stundir. Mikil nýsköpun og gróska. Tækninni fleygir fram á öllum sviðum sem gerir það að verkum að eðli margra starfa í iðnaði hafa gjörbreyst. Atvinnulífið þarf á ungu og öflugu fólki að halda. Við þurfum að fá hæfileikaríka einstaklinga í okkar raðir sem geta sameinað hugvit sitt og verkvit. Þannig manneskju eru allir vegir færir. Við leyfum okkur að fullyrða að fólk sem stendur sig vel í iðnnámi fái starf að loknu námi og það sem meira er, það mun fá góð og vel launuð störf. Ég vil hvetja jafnt foreldra sem ungt fólk sem nú stendur frammi fyrir námsvali að kynna sér allar þær fjölbreyttu starfsgreinar sem kenndar eru hér á landi. Á næstunni fá foreldrar og nemendur í 9. bekk upplýsingar sendar frá Samtökum iðnaðarins sem sýna möguleika sem bjóðast. Atvinnulífið mun taka vel á móti ungu fólki sem velur sér iðngrein.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun