Erlent

Þúsundir milljarða í skattaskjólum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Joko Widodo, forseti Indónesíu, lofar skattaívilnunum.
Joko Widodo, forseti Indónesíu, lofar skattaívilnunum. vísir/epa
Ríkir Indónesar hafa árum saman falið fé sitt bæði heima og erlendis. Skráðir skattgreiðendur eru 27 milljónir en 2014 greiddu færri en milljón það sem þeir skulduðu. Nú er verið að reyna að fá auðjöfrana til að koma úr felum með fé sitt með því að veita þeim skattaívilnanir.

Á vef Dagens Næringsliv segir að það sé mat indónesíska fjármálaráðuneytisins að upphæðir sem samsvara 29 þúsundum milljarða íslenskra króna séu faldar í skattaskjólum.

Þeir sem gerðu grein fyrir fjármunum sínum fyrir 1. október þurftu einungis að greiða 1 prósents skatt. Nú er skattaprósentan 3 prósent og mun fara hækkandi.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×