Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 19:29 Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn.Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en í sumar flúði amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, með hann frá Noregi til Íslands þar sem hún og móðir hans, Elva Christina, óttuðust að drengurinn yrði tekinn af þeim og komið í umsjá fósturfjölskyldu. Í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag sagði Bragi að starfsemi barnaverndaryfirvalda í Noregi væri ekki mjög frábrugðin starfsemi barnaverndaryfirvalda hér á landi. Norðmenn búi í stórum dráttum við hliðstæða barnaverndarlöggjöf og Íslendingar. Bragi tekur hins vegar undir það að mál íslenska drengsins hljómi ekki vel. „En við þurfum að átta okkur á því hvað er þarna á ferðinni. Nú tek ég það alveg skýrt fram að ég hef hvergi nærri þessu máli og veit ekkert um það efnislega og það hefur aldrei verið til efnismeðferðar hér hjá íslenskum barnaverndaryfirvöldum vegna þess að forræði málsins er hjá norskum barnaverndaryfirvöldum og það er það sem við þurfum að líta til í þessu tiltekna máli. Þjóðir heims hafa komið sér saman um ákveðnar leikreglur sem eru fólgnar í því að það er það land sem barnið hefur búsetu sem fer með forræði svona mála en það er gert til þess að fyrirbyggja það að þeir sem hlut eigi að máli geti einfaldlega hlaupið á milli landa og komist undan armi laganna,“ segir Bragi.Sjá einnig: Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann Aðspurður hvort það væri samstarf á milli barnaverndaryfirvalda hér á landi og í Noregi segir hann svo vera. Þá geti komið til þess að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál íslenska drengsins. „Það væri þá í því formi að við myndum eiga frumkvæði að því að óska eftir samstarfi við norsk barnaverndaryfirvöld við framtíð þessa barns sem um ræðir og ég vil alls ekkert útiloka að það geti verið í pípunum,“ segir Bragi. Hann kveðst ekki líta á Noreg sem sérstakt vandamál þegar kemur að barnaverndarmálum og segir að Norðmenn hafi reynst vel í öllu samstarfi. „Ég óttast ekki að það takist ekki gott samstarf í þessu máli ef á það verður látið reyna. Ég hins vegar segi það hreint út að ég þekki ekki málið nægilega vel til að láta í ljós skoðun á því hvort þetta geti verið raunhæft eða ekki.“ Hlusta má á viðtalið við Braga í heild sinni hér að ofan en einnig var rætt við Ragnheiði Ríkharðsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins sem hefur skorað á Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að beita sér í máli drengsins. Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs "Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ segir Ragnheiður Ríhkharðsdóttir. 5. október 2016 14:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn.Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en í sumar flúði amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, með hann frá Noregi til Íslands þar sem hún og móðir hans, Elva Christina, óttuðust að drengurinn yrði tekinn af þeim og komið í umsjá fósturfjölskyldu. Í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag sagði Bragi að starfsemi barnaverndaryfirvalda í Noregi væri ekki mjög frábrugðin starfsemi barnaverndaryfirvalda hér á landi. Norðmenn búi í stórum dráttum við hliðstæða barnaverndarlöggjöf og Íslendingar. Bragi tekur hins vegar undir það að mál íslenska drengsins hljómi ekki vel. „En við þurfum að átta okkur á því hvað er þarna á ferðinni. Nú tek ég það alveg skýrt fram að ég hef hvergi nærri þessu máli og veit ekkert um það efnislega og það hefur aldrei verið til efnismeðferðar hér hjá íslenskum barnaverndaryfirvöldum vegna þess að forræði málsins er hjá norskum barnaverndaryfirvöldum og það er það sem við þurfum að líta til í þessu tiltekna máli. Þjóðir heims hafa komið sér saman um ákveðnar leikreglur sem eru fólgnar í því að það er það land sem barnið hefur búsetu sem fer með forræði svona mála en það er gert til þess að fyrirbyggja það að þeir sem hlut eigi að máli geti einfaldlega hlaupið á milli landa og komist undan armi laganna,“ segir Bragi.Sjá einnig: Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann Aðspurður hvort það væri samstarf á milli barnaverndaryfirvalda hér á landi og í Noregi segir hann svo vera. Þá geti komið til þess að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál íslenska drengsins. „Það væri þá í því formi að við myndum eiga frumkvæði að því að óska eftir samstarfi við norsk barnaverndaryfirvöld við framtíð þessa barns sem um ræðir og ég vil alls ekkert útiloka að það geti verið í pípunum,“ segir Bragi. Hann kveðst ekki líta á Noreg sem sérstakt vandamál þegar kemur að barnaverndarmálum og segir að Norðmenn hafi reynst vel í öllu samstarfi. „Ég óttast ekki að það takist ekki gott samstarf í þessu máli ef á það verður látið reyna. Ég hins vegar segi það hreint út að ég þekki ekki málið nægilega vel til að láta í ljós skoðun á því hvort þetta geti verið raunhæft eða ekki.“ Hlusta má á viðtalið við Braga í heild sinni hér að ofan en einnig var rætt við Ragnheiði Ríkharðsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins sem hefur skorað á Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að beita sér í máli drengsins.
Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs "Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ segir Ragnheiður Ríhkharðsdóttir. 5. október 2016 14:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30
Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59
Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs "Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ segir Ragnheiður Ríhkharðsdóttir. 5. október 2016 14:03