Innlent

Fundi um Reykjavíkurflugvöll frestað því flug liggur niðri

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Reykjavíkurflugvöllur og nærliggjandi umhverfi séð úr lofti.
Reykjavíkurflugvöllur og nærliggjandi umhverfi séð úr lofti. Vísir
Fresta þurfti fundi um framtíð Reykijavíkurflugvallar sem átti að halda í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri klukkan 17 í dag. Ástæða frestunarinnar er sú að flug liggur niðri.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri átti að vera einn af framsögumönnum á fundinum. Hann kemst hins vegar ekki á fundinn vegna þess að ekki hefur verið flogið frá Reykjavík til Akureyar í dag vegna stormviðvörunar.

Samkvæmt Ragnari Hólm Ragnarssyni, verkefnastjóra kynningarmála hjá Akureyrarbæ, verður nýr fundur boðaður innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×