Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Það er fátæktargildra að greinast ungur með krabbamein á Íslandi. Þetta segir Kristín Þórsdóttir, eiginkona Kristjáns Björns Tryggvasonar sem glímir við krabbamein í heila. Þau eru hætt öllum meðferðum og sárnar þegar fólk segir þau vera hætt að berjast. Þau séu með ákvörðun þessari að velja lífið. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar verður einnig fjallað um stöðu mála á Alþingi sem þar sem stór mál bíða umfjöllunar fyrir þinglok.

Í kvöldfréttum verður einnig greint frá því að rúmlega helmingur lækna á Landspítalanum er í hlutastarfi. Landlæknir telur að það sé algengt að þeir læknar vísi sjúklingum sínum á spítalanum til sín á einkastofu.  Það sé ekki í lagi og að bregðast þurfi við.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×