Viðskipti innlent

RÚV ræður þrjár konur í stjórnendastöður

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sunna Valgerðardóttir, Þóra Margrét Pálsdóttir og Helga Lára Þorsteinsdóttir.
Sunna Valgerðardóttir, Þóra Margrét Pálsdóttir og Helga Lára Þorsteinsdóttir. myndir/rúv
RÚV hefur gengið frá ráðninum í þrjár stjórnunarstöður. Sunna Valgerðardóttir hefur verið ráðin svæðisstjóri RÚVAK og mun stýra starfsemi RÚV á Akureyri sem og annarri starfsemi á landsbyggðinni.

Sunna hefur starfað hjá Kjarnanum undanfarið ár en vann sem fréttamaður RÚV á árunum 2013 til 2015.

Þóra Margrét Pétursdóttir tekur við stöðu mannauðsstjóra en hún hefur frá árinu 2009 starfað sem mannauðsstjóri verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Þá hefur Helga Lára Þorsteinsdóttir verið ráðin safnastjóri RÚV, en hlutverk deildarinnar er að safna, varðveita og miðla dagskrárefni Ríkisútvarpsins. Helga Lára flytur sig yfir á RÚV frá Listasafni Reykjavíkur þar sem hún hefur starfað frá árinu 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×