Innlent

Skildi skóinn eftir í strætó í von um að fá gjöf

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Móðirin hafði fullt í fangi með innkaupapoka og annað barn og tók því ekki eftir því að drengurinn væri einungis í einum skó.
Móðirin hafði fullt í fangi með innkaupapoka og annað barn og tók því ekki eftir því að drengurinn væri einungis í einum skó. vísir/gva
Þriggja ára drengur skildi skóinn sinn eftir í glugga strætisvagns á dögunum í þeirri von um að fá jólagjöf frá jólasveininum. Drengurinn var fullviss um að jólasveinninn væri að ferðast með strætó og freistaði því gæfunnar um að fá gjöf í skóinn snemma í ár.

Strætó greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Þar segir að móðir drengsins hafi sett sig í samband við fyrirtækið því strákurinn hefði skilið skóinn eftir. Konan hafi haft fullt í fangi með innkaupapoka og annað barn og því ekki teki ðeftir að barnið væri einungis í einum skó fyrr en heim var komið.

„Því miður var engin gjöf í skónum þegar hann fékk hann til baka en við efumst ekki um að þessi litli gutti fái nóg af gjöfum þegar jólasveinarnir koma til byggða í desember,“ segir á Facebook-síðu Strætó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×